Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 194
192
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
in stafi einvörðungu af þrýstingi frá merkingarhlutverki, eins og JGJ
telur, eða hvort önnur ástæða liggi að baki.
4.2 Eldri kannanir
Fyrir tæpum tveim áratugum könnuðu Halldór Halldórsson (1982) og
Ásta Svavarsdóttir (1982) hvort í sínu lagi stöðu frumlagsfalls í ís-
lensku. Niðurstöður þeirra staðfesta að sú tilfinning mín að aukafalls-
frumlög skynjandasagna geti fengið nefnifall á við rök að styðjast.
Markmið þessara rannsókna var reyndar fyrst og fremst að kanna út-
breiðslu þágufallssýki. Eins og í framhjáhlaupi var líka sýnt fram á að
nefnifall kemur fyrir á frumlögum skynjandasagna sem venjulega taka
með sér aukafallsfrumlag.
Halldór Halldórsson (1982) rannsakaði frumlagsfall með tuttugu
og tveim skynjandasögnum þar sem þolfall er talið upprunalegt:
(9) bresta, dreyma, fýsa, gruna, hungra, iðra, kala, langa, lengja,
lysta, minna, óra, skorta, sundla, svima, syfja, ugga, undra,
vanta, verkja, þrjóta, þyrsta
Meginniðurstöður Halldórs voru tvíþættar. Annars vegar verður þágu-
fallssýki með þessum sögnum lítið vart fyrr en um miðja 19. öld en
hefur síðan heldur betur vaxið ásmegin. Hins vegar kemur nefnifall í
stað aukafalls (nefnifallssýki) fyrir með mörgum þessara sagna í rit-
heimildum allt frá elstu tíð til okkar daga. Ég tilfæri hér þrjú dæmi um
sögnina langa með nefnifallsfrumlagi: (lOa) er úr fommáli, (lOb) frá
19. öld (1872) og (lOc) frá 20. öld (1926) (sbr. Halldór Halldórsson
1982:171, (28), (30)1-2; öll dæmin eru úr safni Orðabókar Háskól-
ans).
(10) a. Þóttist hann ok spurt hafa, at Orkneyíngar myndi lítt lánga til,
at hann kæmi vestr þagat. (,Fornmannasögur VII, bls. 28)
b. Ég hefði langað að tala við þig. (Jón Mýrdal, Mannamunur,
bls. 110)
c. ein þeirra óteljandi, sem langa til að láta lífið veita sjer dálítið
meira en brýnustu þarfir. (,Réttur 1926, bls. 27)