Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 197
Flugur, smágreinar og umræðuefni 195
sér þágufallsfrumlag en innan við fjörtíu taka þolfallsfrumlag (og af
þeim eru margar sjaldgæfar í nútímamáli).
Ekki er fjarri lagi að álykta að með þágufallssýkinni leitist málkerf-
ið við að jafna út þá „óreglu“ sem kemur fram í ójafnri stöðu þágufalls
og þolfalls með skynjendum (Smith 1994, 1996). Útjöfnun á óreglu
innan beygingardæmis er alþekkt úr beygingarfræði (t.d. verður ef.
drottningar að drottningu fyrir áhrif frá öðrum aukaföllum) en minna
hefur verið fjallað um slíkar breytingar í setningafræði. Raunar er
svipuð tilhneiging til að alhæfa eitt aukafall á kostnað annarra með
aukafallssögnum þekkt úr sögu ýmissa annarra tungumála, t. d. Norð-
urlandamála á eldri stigum, fom- og miðensku, þýsku og bengalí (sbr.
Þórhallur Eyþórsson 2000). Það má geta sér til um það að í íslensku
eigi þessi útjöfnun sér tvær samþættar orsakir. Annars vegar varð þol-
fall á fmmlögum furðufall og dregur nú fram lífið sem steingerðar
leifar eldra kerfis þar sem það var virkt.6 Hins vegar styrktist staða
þágufallsins sem virðist hafa orðið virkt sem reglufall á fmmlögum
skynjandasagna um miðja 19. öld.7
Öfugt við þágufallssýki miðar nefnifallssýki að því að útrýma
aukafallsfrumlögum fyrir fullt og allt í þágu nefnifalls, sem er form-
gerðarfall á frumlögum. Þessi breyting er því líka útjöfnun á óreglu,
þótt stefnan sé önnur (Smith 1994, 1996). Alhæfing nefnifalls virðist
vera áþekkt ferli og alhælfing veikrar (reglulegrar) þátíðar sagna í stað
sterkrar (óreglulegrar) þátíðar (t.d. ég bjargaði í stað ég barg). Sú
breyting er mjög algeng í máli bama en getur breiðst út á meðal full-
orðinna með þeim afleiðingum að sterk þátíð lætur smám saman í minni
pokann fýrir veikri (sbr. Pinker 1999, Hrafnhildur Ragnarsdóttir o.fl.
6 í þessu samhengi má minna á orð sem Bent Chr. Jacobsen (1980) lét falla um að
„þágufallssýki" sé rangnefni heldur sé þolfallið „sjúkt” i nútimaíslensku (sjá einnig
umfjöllun Eiríks Rögnvaldssonar 1983).
7 Virkni þágufalls í islensku kemur einnig ffam með andlögum sagna, t. d. þegar
sagt er ég þori því í stað ég þori það o.s.frv. Annað dæmi um virkni þágufalls er
>.eignarfallsflótti“ sem Helgi Skúli Kjartansson (1999) hefur vakið athygli á þar sem
eignarfall á lýsingarhætti þátíðar í lausu viðurlagi verður að þágufalli, t.d. ...bók... í
höndum prests, aettuðum (fyrir œttaðs) frá Miklabœ (Helgi Skúli Kjartansson
1999:157, dæmi (7a)). Svipaður „eignarfallsflótti" þekkist einnig í öðrum málum, t. d.
færeysku og þýsku.