Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 198
196
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
1999). I sem stystu máli má segja að veik þátíð sé mynduð með reglu
sem er virk í málkerfinu og felst í því að viðskeytinu -ð- (-d-, -t-) með
tilheyrandi beygingarendingu er bætt við stofn sagnarinnar (elska : elsk-
a-ð-i o.s.frv.). Á hinn bóginn er sterka þátíðin „furðutíð" í málkerfinu
og því verða böm á máltökuskeiði að „læra“ hvaða sagnir mynda hana.
Það gefur auga leið að fyrirhafnarminna er að læra eina reglu („bættu
-ð- við stofninn“) en margar óreglulegar þátíðarmyndir („beit er þátíð
af bíta, skaut er þátíð af skjóta...“). Þar af leiðandi hneigjast böm til að
alhæfa almennu regluna sem gildir um myndun þátíðar og heimfæra
hana upp á sterkar sagnir. Utkoman verður þá ég bítti, hann skjótti í stað
ég beit, hann skaut o.s.frv. Svipaða sögu er e.t.v. að segja um frumlög.
Máltökurannsóknir leiða í ljós að böm nota fyrst nefnifall í stað auka-
falls með skynjandasögnum en byrja að nota aukaföllin þegar þau em
um það bil tveggja og hálfs árs (Helga Rós Gissurardóttir 1995, Hildur
Gróa Gunnarsdóttir 1996). Það rennir stoðum undir þá tilgátu að nefni-
fall á írumlögum helgist af reglu sem er virk í málinu — böm geta beitt
henni á írumlög hvaða sagnar sem er; þau þurfa hins vegar að læra sér-
staklega hvaða sagnir taka með sér aukafallsfrumlög.
Spyrja má af hverju nefnifallssýkinni hefur ekki tekist að þjarma
enn betur að aukafallsfrumlögum en raun ber vitni. Alhæfing nefni-
falls á kostnað aukafalla — það að „ópersónulegar" sagnir verða per-
sónulegar — er í rauninni sú breyting sem vænta má út frá því sem að
framan var sagt. Slík breyting varð í ensku og norrænum meginlands-
málum fyrir mörg hundmð ámm og þróunin er einnig langt komin í
þýsku. Fyrir utan íslensku er færeyska eina germanska nútímamálið
þar sem sýnt hefur verið fram á að nafnorð í aukafalli geti verið fmm-
lög (Bames 1986). í færeysku talmáli em aukafallsfmmlög þó óðum
að hverfa sakir ágangs nefnifallsins þótt fallakerfið sé þar við sæmi-
lega heilsu (Bames 1986, Bames og Weyhe 1994, Höskuldur Þráins-
son o.fl. 2000). Áður fyrr notuðu Færeyingar til dæmis þágufallsfrum-
lag með sögninni dáma ‘líka’8 og sögðu:
8 Athyglisvert er að aukafallssögnin dáma í færeysku tekur andlag í þolfalli (mœr
dámar bókina) eins og persónuleg sögn með nefnifallsfrumlagi. Þetta er óþekkt í ís-
lensku, eftir því sem ég best veit, þar sem sagnir eins og lika taka nefnifallsandlög
(mér líkar bókin,þeim leiðist myndin), en átti sér hliðstæðu í miðensku (Allen 1996).