Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 204
202
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
fallsfrumlag. Á sama hátt og lat. esse er ísl. vera hins vegar áhrifslaus
og tekur þar af leiðandi ekki andlag í aukafalli heldur stendur fyllilið-
ur (nafnliður í nefnifalli eða forsetningarliður) með henni. Með ísl.
vera í eignarmerkingu kemur aðeins til greina aukafall á nafnlið sem
táknar eigandann og af sögulegum ástæðum er það þágufall (sem í
sumum málum getur haft eignarmerkingu á svipaðan hátt og eignar-
fall). Nefnifallsfrumlag með vera í eignarmerkingu myndi hins vegar
leiða til orðasambanda eins og ég er í huga í stað mér er í huga eða
*ég er akkur í (sem er vitaskuld endaleysa) í stað mér er akkur í. Með
öðrum orðum, nefnifall á eiganda á ekkert erindi við ‘vera’ í eignar-
merkingu í íslensku fremur en í latínu; þetta tvennt er ósamrýmanlegt.
Nefnifallsfrumlag er hins vegar eiginlegt aðalsögninni hafa, rétt eins
og sögnum á svipuðu merkingarsviði (eiga, geyma o.s.frv.). Ástæðan
fyrir því að þetta er svona en ekki einhvern veginn öðruvísi er sögu-
leg hending — það vill svo til að eignarmerking er tjáð með sögnun-
um ‘vera’ og ‘hafa’ í íslensku og latínu. Mismunandi fall á eigandan-
um í orðskipunum með þessum tveim sögnum er hins vegar engin til-
viljun heldur er skiljanlegt út frá málfræðilegum eiginleikum þeirra og
merkingu.
HEIMILDIR
Allen, Cynthia L. 1996. A Change in Structural Case Marking in Early Middle Eng-
lish. Höskuldur Þráinsson, Samuel David Epstein og Steve Peter (ritstj.): Studies
in Comparative Germanic Syntax II, bls. 3-20. Kluwer, Dordrecht.
Ásta Svavarsdóttir. 1982. „Þágufallssýki." íslenskt mál 4:19-62.
Ásta Svavarsdóttir, Gísli Pálsson og Þórólfur Þórlindsson. 1984. Fall er fararheill. Um
fallnotkun með ópersónulegum sögnum. íslenskt mál 6:33-55.
Bames, Michael. 1986. Subject, Nominative and Oblique Case in Faroese. Scripta Is-
landica 37:13—46.
Bames, Michael og Eivind Weyhe. 1994. Faroese. Ekkehard König og Johann van der
Auwera (ritstj.): The Germanic Languages, bls. 190-218. Routledge, London.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. Þágufallssýkin og fallakerfi íslensku. Skíma 6:3-6.
Falk, Cecilia. 1995. Lexikalt kasus i svenska. Arkivför nordisk filologi 110:199-226.
Halldór Halldórsson. 1982. Um méranir. íslenskt mál 4:159-189.
Helga Rós Gunnarsdóttir. 1995. Morfologische Casus in het Ijslands: een Onderzoek
naar Kindertaalverwerving. MA ritgerð, Utrechtháskóla.
Helgi Guðmundsson. 1977. Um ytri aðstæður íslenzkrar málþróunar. Sjötíu ritgerðir