Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 213
Orð aforði
211
Þorvaldur Thoroddsen (sjá 5. kafla) hafði skráð hjá sér hvorugkyns-
myndina grytt ‘morkið’ af gryttur. Bæði Þorvaldur og Jón í Bjamar-
nesi nefna pili eða barnspili, Þorvaldur í merkingunni ‘bamsblúsa’ en
Jón um ‘bamspils’. Báðir nefna einnig blá og tadda. Fleiri dæmi frá
Jóni eru dufþakur, að fúlgra barni, glan, hemeskjulegur, lumsa og
skeríbakur.
Bjöm M. Olsen hefur einnig skrifað hjá sér sagnmyndimar slæði
og dæði fyrir slœgi og dœi, orðmyndina alstana fyrir alls staðar og
framburðarmyndimar Snori, þori, þerir fyrir Snorri, þorri og þerrir
(sjá 7. kafla)
5. Þorvaldur Thoroddsen
Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur ferðaðist um Múlasýslur og
Austur-Skaftafellssýslu á ámnum 1882 og 1894. Neðanmáls í ferða-
bók hans (111:299) segist hann hafa heyrt:
(9) ýms einkennileg orð, orðmyndir, orðatiltæki og latmæli, sem eg
ekki hafði áður heyrt. ... Sum em algeng um stór svæði, sum fá-
gæt, em að eins á litlum blettum, en óþekt annarstaðar, sumstaðar
hafa orðin aðra merkingu en annarstaðar o.s.frv.
Síðan em skráð allmörg orð og orðasambönd ásamt merkingu.
Þ. Thoroddsen sem vísað er til í vasabók Bjöms M. Ólsens er sami
Þorvaldur og hefur hann látið Bimi lista sinn í té en notar hann síðar í
ferðabókinni með nokkmm viðbótum. Listinn nær yfir rétt rúmar þrjár
síður í vasabókinni og yfirskriftin er „Austfirzk orð“. Einhver, kunn-
ugur máli í Homafirði, hefur farið yfir listann og skrifað athugasemd-
ir við nokkur orðanna og merkt við þau sem ekki eiga að vera hom-
firsk. Orðin em þessi:
(10) baggalútur ‘bergfæðingar’; barnspili ‘bamsblúsa’; bras ‘hret,
áfellir’; glossasteinn ‘ópall’; jerijór (upphrópun); moldarljerept
‘líkklæði’; mottubiti ‘rólbiti’, tussi iítill poki’; vera vel ástigs
‘vera langt kominn; vera í góðum efnum’; það er ekki verunni
nær ‘það er varla verandi’