Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 220
218
Orð aforði
sjæði Fjögur dæmi eru alls um þessa sagnmynd og eru þau
frá Rask, Jdnasi Hallgrímssyni, úr þjóðsögum Jóns
Ámasonar og úr tímaritinu Múlaþingi (1969:197) þar
sem verið er að draga saman austfirsk orð: „Ef eg
sjæði að þú læðir hémana á þessum mell, þá dræði mig
svo mikið um það eiginleganana að eg dæði náttúrleg-
anana.“ Af þessu dæmi er ljóst að þessar sagnmyndir
hafa talist til sérkenna máls á Austurlandi.
slœði Fjögur dæmi fundust um þessa sagnmynd og tvö um
fleirtöluna slœðu. Þau vom frá Rask, úr þjóðsögum
Jóns Ámasonar, þjóðsögum Guðna Jónssonar, þýð-
ingu Guðmundar Böðvarssonar á Dante og þýðingu
Gísla Guðmundssonar á Dýrheimum Kiplings.
Þessi dæmi má öll finna á vefsíðu Orðabókarinnar, www.lexis.hi.is.
7.5.2 Langt eða stutt /r/
Rask og Bjöm M. Ólsen tóku báðir eftir sérkennilegum framburði á
orðmyndum sem venjulega em ritaðar með -rr-. Þeir nefndu dæmin
Snori, veri, þerir og þori fyrir Snorri, verri, þerrir og þorri og hafa þá
væntanlega átt við það að áherslusérhljóðið í þessum orðmyndum
væri langt og r-hljóðið stutt. Ekki er mér kunnugt um að þetta fram-
burðaratriði hafi verið athugað.
7.5.3 Sérkennilegar orðmyndir fyrir -staðar
Rask tók eftir myndunum sumstannar, einhverstannar, einhvörstann-
ar fyrir sumstaðar, einhverstaðar o.s.frv., Þorvaldur nefndi annar-
stanna á sínum lista og Björn M. Ólsen alstana. Fá dæmi eru til um
þetta í söfnum Orðabókarinnar. Um annarstanna og sumstanna em til
dæmi úr ævisögu Steinþórs á Hala (1970:68, 225, 292) og það sýnir
að orðmyndin hefur lifað a.m.k. fram undir þennan dag.
7.5.4 Beyging orðsins nokkur
Um -j- í nokkurjum, nokkurja sem Rask nefndi má finna dæmi í rit-
málssafni Orðabókarinnar. Myndin nokkurju kemur fyrir hjá Steinþóri