Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 223
Ritdómar
Michael Schulte. 1998. Grundfragen der Umlautphonemisierung. Eine struk-
turelle Analyse des nordgermanischen ilj-Umlauts unter Beriicksichtigung der
álteren Runeninschriften. (Ergánzungsbánde zum Reallexikon der Gemanischen
Sprachen. 17.) Walter de Gruyter, Berlín. X+321 bls.
Inngangur
Eins og titill bókarinnar ber með sér beinir höfundur sjónum sínum einkum að hljóð-
kerfislegri hlið hljóðvarpanna, þ.e. þeim þætti þeirra sem lýtur að því að til verða ný
hljóðön (fónem). Kerfislega séð má segja, eins og fræðimenn hafa löngu bent á, að
áhrif hljóðvarpanna komi ekki síst fram í því að upplýsingar flytjast ffá endingum yfir
í áhersluatkvæði; fyrir hljóðvörp og klofningu voru í frumnorrænu tiltölulega fá
sérhljóðagildi, sem myndað gátu orð með mörgum atkvæðum, auk þess sem lengdar-
aðgreining var nýtanleg víðar en í fyrsta atkvæði. Eftir hljóðvörpin voru í fomu máli
íslensku einungis leyfileg þrjú hljóðgildi í öðrum atkvæðum en þeim sem báru
orðáherslu, en í áhersluatkvæðunum hafði hljóðgildunum fjölgað stórlega og Fyrsti
málfræðingurinn gat reiknað fjölda þeirra upp í 36. Það sem þetta hafði meðal annars
í för með sér var að ólík sérhljóðagildi gegna mun meira aðgreiningarhlutverki en
áður var. Einnig má segja að orðið hafi breyting á málgerð. Fyrir breytinguna var mál-
gerðin límingsmál (e. agglutinating) en eftir hana var komið beygingamál (e. fusion-
al). Beygingin er að talsvert miklu leyti tjáð með hljóðavíxlum en endingar bera
tiltölulega litlar upplýsingar og þar er margræðni landlæg. T.d. getur atkvæðið -ar tjáð
margvíslegar málfræðiformdeildir. Hin hliðin á hljóðvörpunum sem sögulegum fyrir-
brigðum er auðvitað einhvers konar samlögun eða litun, sem kemur fram í því að
áherslusérhljóð litast af eftirfarandi sérhljóði sem veiklast síðar eða hverfur. Hér má í
rauninni líka tala um flutning á „efni“ eða upplýsingum frá áherslulausu atkvæði yfir
í áhersluatkvæðið því áherslusérhljóðin taka til sín lit frá áherslulausu atkvæðunum.
Um leið og hljóðvörpin eru mjög fróðleg sem málleg fyrirbrigði og hljóta að gefa
gott tækifæri fyrir málfræðinga til að fræðast um eðli tungumála og málbreytinga hafa
þau reynst búa yfir leyndarmálum sem málfræðikenningasmiðum hefur enn ekki tek-
ist að skýra til fullnustu. Hvað f'-hljóðvarp varðar er það fyrst og fremst spumingin um
orsakir þess að það varð (að jafnaði) ekki í léttum (stuttum) áhersluatkvæðum eins og
staðr og taldi, en átti sér (gjama) stað í þungum (löngum) atkvæðum eins og gestr og
dœmdi. Um þetta hafa verið settar fram óteljandi kenningar og sannast sagna er
vandamálið óleyst enn. En innlegg þeirrar bókar sem hér um ræðir er fróðlegt og hver
veit nema það opni nýjar leiðir til skilnings á eðli í'-hljóðvarps og um leið á ýmsum
íslenskt mál 22 (2000), 221-229. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.