Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 225
Ritdómar
223
Hér er enn óvissa um túlkun, en höfundur telur að þetta sé dæmi um snemmboma
veiklun á hljóðgildi við upphaf brottfallstímans (synkóputímans). Myndin er að mati
höfundarins endurgeranleg sem afleitt föðumafn af sömu gerð og holtijaR á Gallehus-
homunum. Þannig væri *hröRijaR sonarheiti leitt af mannsnafninu HröRaR, sem
kemur fyrir á sama steini. En rithátturin HröReR er þá til marks um það að orðið hafi
veiklun hljóðgildis í síðara atkvæðinu og þama sé um að ræða langt hljóð, upphaflega
f eða i/, sem hafi lækkað og sé táknað með e-rún. Og þetta samfall og veiklun áherslu-
hljóðs telur höfundur nægja til að hljóðangerving eigi sér stað í kerfi áherslu-
sérhljóðanna. Önnur dæmi sem ber að sama bmnni að mati höfundar em býsna fomar
öfugar stafanir eins og ik fyrir ek, og telur hann að það styðji mál hans að (7:-myndir
komi um 500 e.Kr. Annað dæmi sem fjallað er um er rithátturinn wate á áletmninni
frá Strpm í Þrændalögum (frá því um 450 skv. Antonsen 1975:54), en hér telur
höfundur að um sé að ræða boðhátt sagnar sem samsvarar vœta, sem er ('a-sögn. Þama
sé rithátturinn e einhvers konar öfug stöfun fyrir /i/ í niðurlagi orðs, eða réttara sagt
lækkað langt [I]- eða [e]-hljóð. Heildamiðurstaða III. kafla er sú, að túlka megi
rúnaáletranir svo sem þær sýni hvemig áherslulaus sérhljóð veikluðust stig af stigi
eins og sýnt er á sérstökum töflum (bls. 157-58). Þótt þetta hljómi tiltölulega sann-
færandi allt saman, virðist þó að tilvísanir til tímasamfellunnar (krónólógíunnar)
hefðu mátt vera skýrari. Höfundur hefði að ósekju mátt láta tímasetningar dæmanna
fylgja, þó ekki væri nema til glöggvunar fyrir lesendur. Þess má geta að ’nöfundur
fjallar frekar um eðli sérhljóðaveiklunar og brottfalls í áherslulausum atkvæðum í
nýbirtum greinum (Schulte 2000a,b). Hann telur t.d. að [3 ] hafi verið millistig í veikl-
un */', og þannig hafi ritháttur eins og sigimArAR getað staðið fyrir *['sigi,mæ:rar], sem
síðar varð Sigmarr, þar sem a stendur annars vegar fyrir hljóðvarpshljóð (sem ekki
átti eftir að hljóðangerast), og hins vegar fyrir [o], sem upphaflega var */'. Hér er þá
dæmi um það að rannsóknir í þeim anda sem höfundur starfar skila árangri í leit að
betri skilningi á hljóðvörpum.
IV. kaflinn (Gesamtanalyse des nordgermanischen Hj-Umlauts) er, eins og áður
sagði, aðalkafli bókarinnar, þar sem höfundur skýrir greiningu sína og rökstyður hana.
Meginhugmynd hans er að f-hljóðvarp, f-hljóðvarp og /-hljóðvarp séu „gleich-
gerichtete Teilprozesse, die den Gesamtverlauf des Palatalumlauts (in Heuslers
umfassendem Sinne) bestimmen" (bls. 249). Höfundur telur sem sagt að um sé að
ræða þrjú ferli, sem tengist stuttu, löngu og óatkvæðisbæru hljóði á eftir áherslu-
atkvæði, en myndi saman eina heild sem hann kallar framgómhljóðvarp að fyrirmynd
Heuslers. Hér má auðvitað spyrja hvað orð eins og „Teilprozess" og „Gesamtverlauf1
merkja. Á ensku eru oft notuð orð eins og drift, sem lýsing á skyldum
hljóðbreytingum, og stundum er gert ráð fyrir að breytingar sem eru skyldar og ganga
í svipaða átt, eins og mörg dæmi eru um í málþróun séu flokkaðar sem eins konar yfir-
reglur (e. metarules, sbr. Kristján Ámason 1990 og rit sem þar er vitnað til). Kannski
hefur höfundur eitthvað svipað í huga. Einnig má spyrja hversu vítt á að líta. Getum
við sagt að öll germönsk hljóðvörp, þ.m.t. a-hljv. og n-hljv, og /'-hljv. í vesturgermönsku
(og jafnvel klofning) séu „Gesamtverlauf‘? Þetta eru vissulega skyld fyrirbrigði þótt
breytileg séu. En hvað er skylt með þeim og að hvaða leyti eru þau þá ólík? Þótt