Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 226
224
Ritdómar
höfundur hefði vel mátt gera skýrari grein fyrir því en raun ber vitni, má segja að hann
geri heiðarlega tilraun til þess með því að líta á hljóðangervinguna sérstaklega og kafa
ofan í aðstæður sem kalla hana fram. En kannski hefði verið til bóta að reyna að setja
fram skilgreiningu á því hvað átt er við með hljóðvarpi, og þá framgómhljóðvarpi
sérstaklega. Og raunar virðist ekki fjarri lagi að hægt sé að setja fram slíka skil-
greiningu á grundvelli rannsóknar höfundarins og þeirra upplýsinga sem hann hefur
dregið saman.
Höfundur byrjar þennan meginkafla á því að gera samanburð við frammmælingu
sérhljóða og framgómun samhljóða í öðrum tungumálum (svo sem grísku, albönsku og
bresku, bls. 165-67) vegna eftirfarandi frammælts sérhljóðs. Þar kemur fram að hálf-
sérhljóðið j hefur sterkari tilhneigingu en hin hljóðin til að framgóma samhljóð og
virðist höfundur álykta sem svo að sama hafi gilt um áhrif þess á sérhljóð. Það kemur
auðvitað vel heim við það að hljóðvarp verður í léttstofna orðum eins og jaljö-stofn-
unum kyn og ben og í nútíð sagna eins og telja, en ekki í léttum /'-stofnum eins og staðr.
Frumnorrænu orðmyndimar *kunja, *kunju, nf.et. og nf.ft. af hvorugkyns ýa-stofnum,
gegna lykilhlutverki í greiningu höfundar. Hér kemur við sögu atkvæðaþungi og
samanburður við þróun þessara mynda í vestuigermönsku. í fomum íslenskum
kveðskap em orðmyndir eins og kynja, benja, telja og setja þungkvæðar þannig að
fyrra atkvæði þeirra getur borið ris eitt og sér. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að þetta sé
gamall arfur og að atkvæðin hafi t.d. verið lokuð í fmmnorrænu og fomum germönsk-
um málum yfirleitt. Einkvæðu myndimar kyn og ben hafa hins vegar skilið sig frá
öðmm myndum orðanna og hér er þróunin ólík í norðuigermönsku og vesturger-
mönsku. Þessar orðmyndir em léttar í fomum norrænum kveðskap og geta ekki borið
ris á undan sérhljóði. í vesturgermönsku verða þessar orðmyndir þungar því þar verður
samhljóðalenging á undan *j: fhþ. kunni; fe. cyn(n) (ef. cynnes). Hugsanlegt er að þessi
klofningur mállýskna hafi orðið dálítið örlagaríkur og höfundur stingur upp á því að
þetta tengist því að hljóðvörp þróuðust ólfkt í vestuigermönsku og norðurgermönsku.
í norrænu lentu kyn og ben eins og áður segir í léttkvæða flokknum, en ekki er að öllu
leyti ljóst hvemig þróunin hefur verið frá fmmnorrænum myndum eins og *kunja til
íslensku myndarinnar kyn, þ.e.a.s. hvemig brottfallið átti sér stað. Höfundur gerir ráð
fyrir þróun á borð við *kunja, kunju > *kyni > kyn og banju > *bœni > ben . Hann telur
(bls. 163) að hin sterku framgómunaráhrif j hafi minnkað um leið og það varð að
sérhljóði og hér sé komin forsenda fyrir hljóðangervingu y'-hljóðvarps: „... Dieser
Ansatz bietet zugleich ein exaktes Phonemisierungskriterium fiir den j-umlaut; dieses
lautet: Phonemisiemng durch Schwachung, d.h. sarpprasarana". Þetta ber að skilja
svo að við sarpprasarana (sem er heiti úr sanskrít um það þegar samhljóð verða
atkvæðisbær) falli myndimar kunj- o.s.frv. í flokk léttstofnaorða sem enda á -i og um
leið hljóðangerist hljóðvarpshljóðið: */kyni/.
Hér varð sem sé samfall umhverfis, þar sem orðmyndin *beni (sem síðar varð
berí) leiddi til hljóðangervingar vegna þess að hið nýja i sem hafði litað undanfarandi
hljóð féll saman við i sem ekki hafði náð að valda hljóðvarpi í *staði (sem síðar varð
stað) og mynda þau eins konar lágmarksandstæðu. Þannig ber að líta á hljóðvarpið í
kyn sem ý-hljóðvarp sem hljóðangerðist vegna brottfalls -a og -u.