Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 228
226
Ritdómar
af þessum hljóðvörpum. Ef þetta er rétt er engin ástæða til að gera ráð fyrir tveimur
hljóðvarpstímabilum eins og Kock vildi gera. Ljóst er að brottfall i í stadi og talidö
leiðir ekki til hljóðangervingar og að mati höfundar er ástæðan sú að vegna samruna
við */j/ hafi /i/ misst gildi sitt sem hljóðvarpsvaldur (bls. 187). En vel má spyrja hvort
þetta hafi ekki einfaldlega stafað af því að allur kraftur hafi verið úr framgómunar-
hljóðvarpinu sem „Gesamtverlauf* þegar að því kom að þessar orðmyndir felldu
lokasérhljóðin.
Höfundur hefur sjálfur búið til lykil að lausn í átt við þetta með því að gera ráð
fyrir að f-hljóðvarp sé elst af framgómunarhljóðvörpunum, og nú er ekki lengur þörf
fyrir neitt hljóðvarpslaust tímabil. Langt f í bakstöðu veldur að mati hans hljóðvarpi
jafnt í léttstofnum sem þungstofnum. Hér er til dæmis um að ræða fn-stofna orð eins
og leti (< *lati, *latin) og mörg fleiri orð og orðflokka. Þetta hljóðvarp hefur líka
„Femwirkung", þ.e. veldur hljóðvarpi yfrr annað atkvæði, sbr. myndir eins og vh.þt.
telði. Hér er þó ekki allt sem einfaldast. Meðal þess sem skyggir á þessa greinargerð
er það hversu misjafnt er hvaða áhrif f í innstöðu hefur. Hér stangast myndir á því
stundum verður hljóðvarp, eins og í sendinn og heppinn (<*sandinaR o.s.frv.), en
stundum ekki, eins og t.d. í gullinn, og samvaranir eins og gotn. ef.et. niuhseinais :
norr. njósnar og nf.ft. *gulþinoz > gullnar benda til þess að langt f í innstöðu valdi
ekki hljóðvarpi. Ljóst er þó að þetta er að einhverju leyti háð orðhlutagerð. Þannig
virðist mega skýra hljóðvarpsleysi í orðmyndum eins og máttigr og blóðigr, sem gert
er ráð fyrir að hafi myndast með viðskeytinu -iga-, með því að hljóðvarp hafi ekki
orðið yfir skil milli rótar og viðskeytis. Þetta minnist höfundur raunar á, en spuming
er hvort ekki hefði mátt huga betur að þessu og öðmm stöðum þar sem orðhlutalegir
(beygingarlegir eða orðmyndunarlegir) kraftar virðast hafa ráðið einhverju um hljóð-
varp eða hljóðvarpsleysi í einstökum fomíslenskum orðum og orðmyndum (sbr. hér á
eftir).
Auk þess að afnema, ef svo má segja, síðara tímambil Kocks gerir höfundur ráð
fyrir að hljóðvaipstímabilið í heild hafi ekki verið ýkja langt og byrjað fyrr en áður
hefur verið gert ráð fyrir. Fyrsti hvati hljóðvarpanna telur hann, eins og áður segir, að
hafi verið hljóðgildisveiklun langs f, í orðmyndum eins og hröReR (frá By) og wate
(frá Strpm). Þetta muni hafa gerst á tímabilinu 500-525. Þetta er eldri tímasetning en
hjá Kock og ekki langt frá þeim tíma þegar menn hafa gert sér í hugarlund að fomensk
hljóðvörp hafi átt sér stað. Raunar er gert ráð fyrir að hliðstæð tilhneiging í bresku sé
frá svipuðum tíma (sbr. bls. 235). Höfundur telur að f-hljóðvarpið og ý-hljóðvarpið
hafi orðið á síðara helmingi 6. aldar (sbr. bls. 237). Hann telur að hljóðvörpin þrjú hafi
ekki átt sér stað á afmörkuðum tímum heldur sem „Phasen einer kotinuerlichen
Sukzessionsregel" (bls. 252).
Niðurstaða
Höfundur vitnar oftar en einu sinni til hinnar býsna svartsýnu úttektar Hreins
Benediktssonar (1982) á 30 ára rannsóknarsögu hljóðvarpa og klofningar. Þar segir
Hreinn meðal annars að framfarir verði í vísindum annað hvort vegna þess að nýjar
staðreyndir finnast og hins vegar vegna þess að nýjar kenningar verða til sem útskýra