Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 229
Ritdómar
227
betur en eldri kenningar þær staðreyndir sem þekktar voru. Niðurstaða Hreins er sú
að „generatíf ‘ (e. generative) hljóðkerfisfræði, sem setti svip sinn á tímabilið sem
hann kannar (1951-1980), haft litlu sem engu skilað á þessu sviði og hann segir
orðrétt (bls. 1): ,,[I]t appears indeed that some of the traditional or classical problems
of Nordic Umlaut research tend to persist, or continually to reappear, in one guise or
another, and thus to continue to defy a convincing solution." Það höfðu þá samkvæmt
því engar vísindalegar framfarir orðið á þessu rannsóknasviði á þeim tíma sem Hreinn
fjallar um, þ.e. hvorki komið fram ný gögn um efnið né nýjar kenningar sem gekk
betur að skýra hljóðvörpin. Ef þetta var rétt mat má auðvitað spyrja hvers vegna
höfundur þeirrar bókar sem hér er sagt frá leggur í það verk að velta fyrir sér
„Grundfragen der Umlautphonemisierung" og hefur hvorki uppgötvað nýjar heimildir
um hljóðvörpin né kemur með nýja kenningu í farteskinu.
Á þeim 20 árum sem liðin eru síðan Hreinn skrifaði sína úttekt hafa auðvitað
þróast kenningar í hljóðkerfisfræði sem vert hefði verið að bera að vandamálunum og
spyrja má hvort ný umfjöllun um hljóðvörpin hefði ekki átt að snúast meira um það
en raunin er í þessari bók. Meðal annars hefði vafalaust verið ómaksins vert að athuga
hvemig hugmyndir Pauls Kiparsky og fleiri um orðasafnsbindingu hljóðkerfisein-
kenna (e. Lexical Phonology) gæti nýst við að skýra einstök atriði (sbr. t.d. Kiparsky
1982, 1984 og Þorstein G. Indriðason 1994). Einnig má nefna bestunarkenninguna
svokölluðu (e. Optimality Theory, sbr. Archageli og Langendoen 1997), sem að
verulegu leyti fjallar um samband orðasafnsbundins (e. lexical, lexicalized) hljóðafars
og óbundins (e. post-lexical) hljóðafars. Margar af spumingunum sem tengjast i-
hljóðvarpi snúast eimitt um hlutverk orðhlutagerðar. Flestar ef ekki allar hefðbundnar
skýringartilraunir grípa til þess að kenna áhrifsbreytingum um eitthvað af því sem
erfitt er að fella undir reglumar og höfundur þessarar bókar er hér engin undantekn-
ing. Hann gerir t.a.m. ráð fyrir því (bls. 239) að hljóðvarpsleysi í drasill, vaSill sé
hljóðrétt hljóðvarpsleysi í léttstofni, en þá verður að gera ráð fyrir hljóðvarpið í ketill
sé áhrifsbreyting frá þungstofnum eins og bendill, eða orðum eins og lykill - luklar,
trygill - truglar, þar sem gera má ráð fyrir g/Uhljóðvarpi. Einnig verður hann að gera
ráð fyrir að hljóðvarpsleysið í ft. staðir sé vegna einhvers konar áhrifsbreytingar (sbr.
bls. 208). Enn fremur virðist, eins og minnst hefur verið á, mega vísa til orðhluta-
gerðar til að skýra hljóðvarsleysi í orðum eins og máttigr.
Eins og orðið áhrifsbreyting er hér notað og hefur löngum verið notað í sögulegri
hljóðkerfisfræði er það nánast merkingarlaust og notað sem allsherjar mslakista þegar
hljóðkerfislegar skýringar bregðast. Oft em litlar sem engar tilraunir gerðar til að
skýra eðli áhrifsbreytinganna og þar af leiðandi er harla óljóst hvaða takmörk em fyrir
notkun þeirra í sögulegum skýringum. Það er auðvitað ljóst að sá vitnisburður um
hljóðvörpin sem íslenskt fommál og önnur fomnorræna gefur um hljóðvörpin er mjög
„litaður" af orðhlutalegum þáttum. Oftar en ekki em það beygingardæmi, eins og t.d.
munurinn á beygingu /a-sagna (d$ma) og ja-sagna (telja), sem duga best þegar gera
á grein fyrir dreifingu og hlutverki i-hljóðvarpsins. Þetta hlýtur að mega skilja sem
svo að orðhlutakerfið hafi haft hér vemleg áhrif. Til að skýra þau áhrif er hið óljósa
hugtak áhrifsbreyting eins og það er oft notað algerlega ófullnægjandi. Svo dæmi sé