Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 230
228
Ritdómar
tekið er sjaldnast gerður greinarmunur á áhrifsjöfnun (e. analogical levelling) og
áhrifsútvíkkun (e. analogical extensiorí), sem þó er talsverð hefð fyrir í generatífri
málfræði. Þrátt fyrir alla svartsýnina er ekki loku fyrir það skotið að sú tilraun sem
gerð hefur verið í generatífri formfestumálfræði til að skýra samband orðasafns og
orðhlutakerfis annars vegar og hljóðkerfis hins vegar gætu talist fræðilegar framfarir
sem skiluðu árangri af því tagi sem Hreinn Benediktsson beið eftir í 30 ár en sá ekki.
Höfundur þessarar bókar gerir sér ekki nema að litlu leyti far um að bera nýrri
kenningar í málvísindum að vandmálunum. Hann reynir að vísu að skýra betur en
áður var gert hljóðfræðilegt eðli veiklunar sérhljóða á hljóðvarpatímanum, en að öðru
leyti heggur hann að mestu enn í knérunn mjög svo hefðbundinnar formgerðarstefnu.
Þetta mætti e.t. v. telja galla á ritinu, en þrátt fyrir það sætir útkoma þess tíðindum og
við færumst nær skilningi á hljóðvörpunum með því að huga að eðli veiklunarferlanna
og tengslum þeirra við hljóðangervingu. Og enn er von um framfarir, sérstaklega ef
hugað yrði nánar að því hvaða áhrif beygingar- og orðmyndunarlögmál höfðu á
vitnisburð fomíslensku og annarra fomnorrænna mála um hin upphaflegu hljóð-
varpsferli.
RITASKRÁ
Antonsen, Elmer H. 1975. A Concise Grammar ofthe Older Runic Inscriptions. Max
Niemeyer Verlag, Tubingen.
Archangeli, Diana, og D. Terence Langendoen. 1997. Optimality Teory: An Overview.
Blackwell, Oxford.
Erdmann, Peter. 1972. Zur strukturalistischer Erklámng des z'-Umlautes. Linguistics
78:16-24.
Hreinn Benediktsson. 1982. Nordic Umlaut and Breaking: Thirty Years of Research
(1951-1980). Nordic Journal of Linguistics 5:1-60.
Kiparsky, Paul. 1982. Lexical Morphology and Phonology. Linguistics in the Morning
Calm, bls. 3-91. The Linguistic Society of Korea, Hanshin Publishing, Seoul.
Kiparsky, Paul. 1984. On the Lexical Phonology of Icelandic. Claes Christian Elert,
Trine Johansson og Eva Strangert (ritstj.): Nordic Prosody III, bls. 135-164. Acta
Universitatis Umensis, Umeá Studies in the Humanities 59, Umeá.
Kristján Ámason. 1990. Conflicting Teleologies: Drift and Normalization in the
History of Icelandic Phonology. Henning Andersen og Konrad Koemer (ritstj.):
Historical Linguistics 1987: Papers from the 8,h Internantional Conference on
Historical Linguistics, bls. 21-36. John Benjamins, Amsterdam.
Santesson, Lillemor. 1989. En blekingsk blotinskrift. En nytolkning af ined-
ningsradema pá Stentoftestenen. Fornvannen 84:221-229.
Schulte, Michael. 2000a. Reduktion und Synkope im Spiegel der Runeninschriften —
eine Neuwertung. NOWELE 37:3-24.
Schulte, Michael. 2000b. Runeortografien i overgangen fra umordisk til norrpnt. Mál
og Minne (2000), bls. 1-13.