Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 235
Ritdómar 233
endahóp sem við á hverju sinni og notkunardæmi virðast vera valin með tilliti til þarfa
beggja hópanna.
Þess ber að geta að náin tengsl eru milli RÍO og rússnesk-norskrar orðabókar
Berkovs (1994). Til dæmis eru mörg notkunardæmi tekin beint þaðan. Valerij
Pavlovitsj Berkov hefur reyndar komið við íslensk orðabókarfræði með ýmsum hætti.
Berkov er ritstjóri RÍO og á í henni ágrip af íslenskri hljóðfræði (sjá kafla 7.2 hér á
eftir), en auk þess er hann höfundur íslensk-rússnesku orðabókarirmar frá 1962 sem
áður gat (ásamt Áma Böðvarssyni). Framlag Berkovs til þeirra fræða sem liggja til
gmndvallar tvítyngdri orðabókargerð verður seint ofmetið, enda eiga margir helstu
kostir RÍO hvað varðar skipulag og framsetningu upplýsinga rætur sínar að rekja til
hugmynda Berkovs með einum eða öðmm hætti.
2. Notkun sértákna og millivísana
Þar sem RÍO reynir að koma til móts við tvo notendahópa með gerólíkar þarfir er
magn þeirra upplýsinga sem koma þarf að í hverri flettigrein öllu meira en almennt
gengur og gerist í tvítyngdum orðabókum. I RIO er þetta að nokkm leyti leyst með
því að nota knappt og samþjappað kerfi tákna og skammstafana. Til þess að nýta sér
bókina til fullnustu þarf notandi þess vegna að byrja á því að læra á þetta kerfi og
verða „læs“ á það. Það er hins vegar tiltölulega fljótgert, enda er kerfið í alla staði vel
hannað og venst vel um leið og farið er að nota bókina að einhverju ráði. Skýrar og
greinargóðar leiðbeiningar um þetta kerfi og um notkun bókarinnar almennt em gefn-
ar í inngangskafla sem bæði er á íslensku („Um gerð og notkun orðabókarinnar",
xii-xxiii) og rússnesku („O nocTpoemtH cjiOBapa“, xxiv-xxxvi). Rétt er einnig að
benda á lista yfir helstu tákn og skýringar á þeim sem er að finna á öftustu síðu bók-
arinnar (bls. 946), enda reynist oft handhægara að fletta vafaatriðum upp þar.
I fyrsta lagi ber að telja upplýsingar um beygingu orða, jafnt rússneskra sem ís-
lenskra. í stað þess að gefa upp „kennimyndir" eins og algengt er fer HH þá leið að
nota sérstakt kerfi beygingartákna. Samband talna, stafa og stundum sértákna — s.s.
„1N“, „3*a“ eða „8bJ“ — gefur til kynna hvaða beygingarmynstri viðkomandi orð
fylgir. Hvað beygingu rússneskra orða snertir er þetta kerfi tekið beint upp eftir rúss-
neska málfræðingnum A. Zaliznjak (sjá m.a. Zaliznjak 1977), en hann útskýrir reynd-
ar sjálfur kerfið og notkun þess í viðaukakafla á bls. 824-860 (í þýðingu HH). Hvað
íslenskri beygingu viðkemur hefur HH þróað samskonar táknkerfi til að auðkenna
beygingarflokka nafnorða, lýsingarorða, sagna o.s.frv. í íslensku (sjá einnig Helga
Haraldsson 1996). Nánar er rætt um þessi táknkerfi og þær leiðbeiningar sem RÍO
gefur um notkun þeirra í kafla 7.1 hér að neðan.
I öðm lagi beitir HH ýmiss konar táknum á borð við sviga, klofa, strik, örvar
o.þ.h. sem gera honum kleift að koma að miklum upplýsingum á afar knöppu formi.
Auk tákna sem flestir kannast við úr öðmm tvítyngdum orðabókum — eins og til
að auðkenna flettiorð (eða hluta þess) innan greinartexta, eða sviga '()’ utan um val-
frjáls orð og orðhluta — em í RÍO notuð ýmis tákn sem e.t.v. em ekki eins kunnug-
leg. Hér verða nefnd þau allra helstu.