Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 237
Ritdómar
235
grein annars staðar frá. Þetta er gert í RÍO og er notuð til þess tvískeft ör, ‘=>’. Allar
frumtölur vísa þannig yfir í nsn'b ‘fimm’, allar raðtölur yfir í nárhiíi ‘fimmti’, öll mán-
aðanöfn í áBrycT ‘ágúst’, vikudagar í BocKpecéHbe ‘sunnudagur’ og þar fram eftir göt-
unum. Með þessum hætti er síðan hægt að gefa þeim mun ríkulegri fjölda notkunar-
dæma í þeirri flettigrein sem vísað er til (flettan BOCKpecéHbe ‘sunnudagur’ þekur t.d.
hálfan dálk). Stundum felst talsverð útsjónarsemi í notkun millivísana af þessu tagi.
Til dæmis er vísað með ‘=>’ úr öllum kvenkyns þjóðemisheitum yfir í flettuna
HCJiáHflKa (‘íslendingur, íslensk kona’). Astæðan er sú að íslenska notar ekki sérstök
kynskipt þjóðarheiti og því þarf í slíkum tilvikum að nota karlkynsorð eins og ‘íslend-
ingur’, lýsingarorð í kvenkyni (Tslensk’) eða þá orðasamband eins og ‘íslensk
kona/stúlka/telpa’ og fer val á nafnorði þá eftir aldri. Þetta er útskýrt undir HCJiáHgKa
og eru þar tilfærð ýmis notkunardæmi. Hins vegar eru engar millivísanir notaðar þeg-
ar karlkyns þjóðemisheiti em annars vegar (s.s. HÓMen ‘þjóðverji’, HCJiáHgeit ‘íslend-
ingur’), enda kemur sama vandamál ekki upp þar. Stundum er reyndar óljóst hvað
ræður því hvenær millivísanir em notaðar og til hvers. Vísað er yfir í mockbhh
‘moskvubúi’ undir HOBropóflen ‘novgorodbúi’, en ekki undir khcbjiúhhh ‘kíevbúi’,
nerepGýpjKen ‘pétursborgarbúi’, jieHHHrpágeit ‘leníngradbúi’ o.s.frv. Við abúcth ‘tvö
hundmð’ er vísað yfir í iMTbcÓT ‘fimm hundmð’, en í síðamefndu greininni er hins
vegar engar upplýsingar að finna umfram orðflokk og þýðinguna ‘fimm hundmð’ —
enda er heldur ekki haft fyrir því að vísa þangað frá TpúcTa ‘þrjú hundruð’, ceMbcÓT
‘sjö hundmð’ o.s.frv.
Eitt af því sem einkennir RÍO og er einn helsti kostur hennar er hve mikill fjöldi
fastra orðasambanda, máltækja, fleygra orða o.þ.h. er felldur inn í meginmál bókar-
innar. Slík sambönd em auðkennd með tígli, ‘O’. Þau em aðeins færð inn á einum stað
og þá undir þeirri flettu sem segja má að myndi kjama orðasambandsins. Millivísað
er yfir í þá flettu með þríhymingi, ‘A’. Þannig merkir „A cepeflÚHa“ í lok flettigrein-
arinnar við 30jiotóh ‘gull//, úr gulli’ að undir flettunni cepegÚHa (‘miðja, miðbik,
miður, ...’) sé að finna orðasamband sem inniheldur þessi tvö orð — en í þessu til-
viki er það 30ji0Táa cepegÚHa ‘hinn gullni meðalvegur’. Þríhymingurinn er reyndar
geysioft notaður á þennan hátt til að vísa yfir í einföld notkunardæmi fremur en föst
orðasambönd og er það ekki síður gagnlegt. Undir negárib ‘(fót)stig, pedali’ er gefin
vísunin „A na*áTb“, sem vísar til þess að undir HaacáTb (‘þrýsta, ýta, styðja, ...’) er
gefið dæmið HaxáTb Ha negájib rá3a, þýtt sem ‘stíga á bensínið; spýta í’.
Loks virðast sum tákn vera sérsniðin að þeim mun sem oft er á setningagerð eða
orðalagi í íslensku og rússnesku. Rússneska notar mjög oft sagnamafnorð (verknað-
arheiti o.þ.h.) í samhengi þar sem íslenska kýs frekar að nota umritun (til dæmis nafn-
háttarsetningu) heldur en nafnorð — jafnvel þó svo að samsvarandi sagnamafnorð sé
til í málinu. I slíkum tilvikum er vísað í þá sögn (rússneska) sem nafnorðið er leitt af
og hún auðkennd með hring, Þannig er flettan BbiCTynjiéHHe til dæmis þýdd sem
‘ræða; erindi; grein; sýning’, en einnig er þar að finna vísunina „BbfcTynHTb” 2“ —
þ.e. yfir í deilimerkingu 2 við sögnina BbícTynHTb, sem þar er þýdd ‘koma fram; taka
til máls, kveðja sér hljóðs’. Ber að skilja þetta sem svo að í mörgum tilvikum þar sem
rússneska beitir nafnorðinu BbicTynjiéHHe er heppilegra að þýða það á íslensku með