Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 239
Ritdómar
237
en það er þýtt afdráttarlaust sem ‘slá tvær flugur í einu höggi’, án þess að sú þýðing
sé auðkennd með ‘=’ eða ‘«»’, enda er samsvörunin mun beinni í þessu tilviki. Ann-
að skemmtilegt dæmi er Bor Tepnén n HaM Benéji (við TepnéTb ‘þola’) en þar gefur
HH upp ‘«Guð bar sinn kross og það býður hann oss», þ.e. við verðum að sætta okk-
ur við mótlætið’.
Eins og sést á dæmunum hér að framan eru tilvitnunarbroddamir ‘«»’ notaðir til
að gefa til kynna alþýðlega umrimn. Sama auðkenning er notuð þegar HH er bókstaf-
lega að búa til nýyrði sem hann stingur upp á sem jafnheiti rússnesks orðs, en þá fýlgja
oft nánari útskýringar innan sviga. Talsvert er um slíkt í RÍO og það er meðal annars
hér sem persónulegt handbragð HH kemur skýrast fram. Þannig er CMOTpÚHbi þýtt
með ‘«kynnisvitjun» (fjölskyldu tilvonandi brúðguma á heimili festarmeyjar)’,
AeKaðpúcT með ‘«desembristi» (þátttakandi í desemberuppreisninni 1825 í Péturs-
borg)’, cþapnÓBmuK með ‘«útlendingaspekúlant» (sem kaupir erlendar vörur af út-
lendingum og selur), = túristamangari’ og menntunargráðan KaHjinfláT HaýK er þýdd
sem ‘«vísindakandídat», námsdoktor (í Austur-Evrópu, eftir vöm lokaritgerðar,
minnst 8 ára háskólanám, þar af 3ja ára framhaldsnám, og ákveðinn fjölda birtra verka
[...])’•
í tilvikum sem þessum er yfirleitt um að ræða sérrússnesk (eða -sovésk) menning-
arfyrirbæri, oft sagnfræðilegs eðlis. Skýringar þær sem HH gefur em almennt grein-
argóðar og gefa stundum mikilvægar upplýsingar um notkun ekki síðui en merkingu.
Nafhið Orápaa ruiómagb er t.d. fært sem sérstök fletta, umritað og þýtt sem ‘«Staraja
plosjsad», «Gamlatorg»’, og eftirfarandi skýring fylgir: „þar var miðstjóm sovéska
kommúnistaflokksins til húsa; oft notað í óeiginlegri merkingu um hana“. Stundum
ber RÍO reyndar fram skýringar þar sem þeirra er síst að vænta. Við flettuna ctbkúh
‘glas’ rakst undirritaður t.d. á þann fróðleiksmola að „rúmtak rússneskra vatns- og
mjólkurglasa er venjul. 1,8-2 dl“ — og gerði sér þá fyrst grein fyrir hróplegri fáffæði
sinni um rúmtak hins íslenska mjólkurglass!
Eins og áður sagði er það helst í þýðingu notkunardæma, orðasambanda og sér-
rússneskra hugtaka sem persóna höfundarins HH og handbragð hans skín í gegn. í fá-
einum tilvikum er raunar engu líkara en HH sjáist glotta út í annað milli lína, eins og
þegar frasinn «ecTb MHéHHe» (undir MHéiuie ‘skoðun, álit, ...’) fær eftirfarandi þýð-
ingu: ‘= menn hallast að því ... (formáli sem menn nota gjama til að troða skoðun
sinni upp á fundarmenn o.þ.h.)’! Það em gullmolar sem þessi sem gera það nánast að
skemmtilestri að fletta upp í RÍO.
4. Nöfn og örnefni
Mannanöfn og ömefni em felld inn í meginmál RÍO. Hvað mannanöfn snertir ein-
skorðast þetta við rússnesk nöfn (þar með talin gælunöfh). Þau em umrituð á íslensku
og er þá að mestu fylgt því umritunarkerfi sem HH leggur til í viðauka (sjá kafla 7.2
hér á eftir), t.d. ívan fyrir HBáH, L(j)údmila fyrir JIiogMÚJia, Jevgenij fyrir EBrémrii,
Pjotr fyrir neTp. Þar sem rússneska nafnið á sér samsvörun í íslensku er slíkt einnig
gefið upp, s.s. Pétur við néTp, Jón, Jóhann og Jóhannes við HBáH, Valdimar við