Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 240
238
Ritdómar
BjiaflHMHp, Katrín við EicaTepHHa, Helena við EnéHa og svo framvegis. í sumum til-
vikum er „samsvörunin" í raun aðeins sögulegs eðlis, t.d. milli ísl. Ingvar og rússn.
ffropt, (ígor). Þar er HH ekki alveg samkvæmur sjálfum sér, því Ójmra og Oaér eru
aðeins umrituð eða „þýdd“ sem Olga og Oleg, en ekki er bent á sögulegu tengslin við
íslensku nöfnin Helga og Helgi.
Sú stefna að benda á íslenskar samsvaranir er einnig látin ná til gælunafna. Þar
umritar HH yfrrleitt ekki nafnið, heldur lætur sér nægja að finna samsvarandi gælu-
nafn í íslensku — þ.e. gælunafn leitt af því íslenska nafni sem talið er samsvara nafn-
inu sem rússneska gælunafnið er leitt af. Auk þess er millivísað yfir í grunnmynd rúss-
neska nafnsins. Þannig fær notandi sem flettir upp gælunafninu Cáiua (þ.e. ,,Sasha“)
að vita að það jafngildir annað hvort Alli (leitt af AjieKcáH/tp = Alexander) eða Alla
(leitt af AjieKcáHgpa = Alexandrá). Á sama hátt er Bojióga („Volodja") sagt samsvara
ísl. Valdi, Máma (,,Masha“) ísl. Mœja, Bánn („Vanja") ísl. Jói eða Nonni og þar fram
eftir götunum.
Hvað snertir nöfn og heiti sem eru landfræðilegs eðlis lætur RÍO sér ekki nægja
að tilgreina helstu alþjóðleg ömefni (s.s. nöfn ríkja, höfuðborga, stórfljóta o.þ.h.) og
ömefni innan landamæra Rússlands eða Sovétríkjanna fyrrverandi, heldur em einnig
tekin með fjölmörg íslensk ömefni — og þá með rússneskri stafsetningu, s.s.
riÓAJitcþocc (Gullfoss). íslenskum ömefnum fylgir oftast stutt skýring á rússnesku,
þar sem í það minnsta er nefndur viðeigandi landshluti, og á hliðstæðan hátt fylgir ís-
lensk skýring mörgum rússneskum/sovéskum ömefnum. Þannig er t.d. ShcyrcK þýtt
sem ‘Jakútsk (höfuðborg Lýðveldisins Sakha (Jakútíu))’ og AjiTáií sem ‘Altajfjöll,
Altaj (á mörkum Rússlands, Mongólíu og Kína)’.
Eitt af því sem vefst fyrir mörgum er hvemig rita skal rússnesk nöfn og ömefni á
íslensku. Þær upplýsingar er vitanlega að finna í RÍO (svo framarlega sem viðkom-
andi ömefni kemur þar fyrir). Við nánari athugun kemur þó í ljós að HH gefur okkur
meiri upplýsingar en íslenskan rithátt nafnsins. Eins og áður gat er kyn og beyging
ávallt sýnd, ekki aðeins á rússnesku flettunni heldur og íslenska jafnheitinu — og „ís-
lenskuð" nöfn og ömefni em þar engin undantekning. Þannig er fjallið Benýxa (hæsti
tindur Altaj-fjallgarðsins) íslenskað sem ‘Belúkha/1’, borgin CaMápa sem ‘Samara
/i.°’ 0g lýðveldið Caxá (er áður nefndist Jakútía) sem ‘Sakha/1, n0'. Þetta merkir að
öll þrjú nöfhin megi beygja sem veik kvenkynsorð (þ.e. Belúkhu, Samöru og Sökhu í
aukaföllum), en Samara getur einnig verið óbeygjanlegt kvenkynsorð (Samara í
aukaföllum) og Sakha má hafa hvorugkyns og þá óbeygjanlegt (Sakha í aukaföllum).
Til samanburðar er lýðveldið BauiKopTOCTáH íslenskað sem ‘Bashkortostan n4b’, þ.e.
hvomgkyns með ef.et. -s (Bashkortostans), en endingarlaust í öðmm föllum. Þama
leggur HH með öðmm orðum ekki aðeins til íslenskun viðkomandi nafna heldur gef-
ur hann og rækilegar leiðbeiningar um það hvemig þau skulu meðhöndluð í íslenska
beygingarkerfinu.
Loks má geta þess að erlendum ömefnum fylgir oft hljóðritun til þess að sýna
rússneskumælandi notendum hvemig viðkomandi nafn er borið fram á íslensku. Þetta
er t.d. nauðsynlegt þegar ‘g’ milli sérhljóða er borið fram sem lokhljóð (Nígería, Ríga,
o.fl.). Stundum er hljóðritun sú sem gefin er upp eilítið undarleg og ekki ljóst við hvað