Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 241
Ritdómar
239
er stuðst. Þannig er Liverpúl hljóðritað með [i] í fyrsta atkvæði, en ekki [1] sem er þó
sýnu algengara. Sama gildir um fyrstu tvö atkvæðin í Michigan, sem hljóðritað er
['mitjigan]. Þar á heldur ekki að vera [tj], enda er önghljóð í enskum framburði
nafnsins (['mtjigsn]) og flestir íslendingar segja sennilega frekar ['mijtigan],
['misngan] eða ['misjigan].2 Að mestu leyti eru hljóðritanir þessar þó vandaðar, til
dæmis er bent á fráblásið [kh] í áherslulausri innstöðu í ['ni:kharagva].
5. Klúryrði og önnur bannorð
Eitt af því sem HH á mikið hrós skilið fyrir er sú dirfska sem hann sýnir í meðferð
bannorða. í formála réttlætir HH þessa stefnu m.a. með því að vitna í eftirfarandi um-
mæli Baudoin de Courtenay (sem reyndar var einn af frumkvöðlum hljóðkerfisfræð-
innar): „Fyrir málvísindamanni eru ósiðleg orð ekki til — öll orð eru siðferðilega jöfn
í hans augum. Burt með hræsni og geldingar!“ í þessum ritdómi verður sama stefna
höfð að leiðarljósi; þeim lesendum Islensks máls sem eru ofurviðkvæmir fyrir klúru
orðafari er því e.t.v. hollast að sleppa þessum kafla.
Þau orð sem hér um ræðir falla flest í þann flokk sem á rússnesku nefnist mbt (‘=
klúrt orðbragð, klám’). Þessi orðaforði gegnir ekki ósvipuðu hlutverki og blótsyrði
þau sem eru svo algeng í íslensku hvunndagstalmáli. Sá munur er hins vegar á að í
rússnesku eru blótsyrðin nánast öll kynferðislegs eðlis og mörg hver býsna gróf. Af
þeim sökum eru þau mun vandmeðfamari en íslensku orðasamböndin sem segja má
að samsvari þeim. í inngangskaflanum um gerð og notkun orðabókarinnar víkur HH
sérstaklega að bannorðum:
Þau orð sem hér er átt við flokkast að mestu undir það sem á íslensku er nefnt
klámyrði. Eru þau merkt ma6y\ [þ.e. tabú!] og ber að taka það alvarlega. Notk-
un þessara orða í rússnesku er háð óskráðum, flóknum félagslegum reglum. Brot
á þeim reglum þykja hið grófasta siðleysi. (RÍO, bls. xxi)
Orðfæri af þessum toga má iðulega heyra á götum úti, á öldurhúsum, o.s.frv., en það
kemur ekki síður fyrir í þeim kvikmyndum eða bókmenntaverkum þar sem „tungutaki
götunnar" er komið til skila af fullu raunsæi. Góðri orðabók ber að upplýsa lesandann
um þessi orð og orðasambönd rétt eins og önnur — og að því leyti stendur RIO fylli-
lega fyrir sínu.
Flestar rússnesk-erlendar orðabækur, ef þær minnast yfirleitt á bannorð af þessum
toga, láta sér nægja að snara flettiorðinu sjálfu. HH er hér hins vegar fyllilega sam-
kvæmur sjálfum sér og tilfærir fjöldan allan af notkunardæmum og föstum orðasam-
böndum, sem öllum er snarað yfir á kjamgóða íslensku af vandvirkni. Sem dæmi má
nefna að flettigreinin við xyii ‘tittlingur, böllur, ...’ nær yfir tæplega hálfan dálk. Þar
má finna ýmis dæmi og orðasambönd sem meðal annars eru þýdd sem ‘farðu til and-
2 Sömu mistök eru í hljóðritun Chicago [tji'kaigou], þar sem er [J] en ekki [tj]
á frummálinu (ensku) og ekki heldur á íslensku.