Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 242
240
Ritdómar
skotans, éttu skít’, ‘mér er skítsama um það, skítt með það’, ‘ekki raskat’, ‘ég skil ekki
bofs’, ‘það er/var naumast!’, ‘ja hver andskotinn!’, ‘étt’ann sjálfur’, ‘hann gefur skít
í það’, ‘það má fjandinn vita’ og þannig mætti lengi telja. HH nær meira að segja að
lauma því að — rússneskumælandi notanda til glöggvunar — að hver sé nánast alltaf
borið fram [khw:r] í orðasambandinu ja hver andskotinn\3
Svipað er að segja um flettigreinamar við eðáTb ‘ríða, serða; gefa skít í’ og eö (þt.
af eöáTb). Orðasambandið eö tbokS MaTb! er réttilega sagt vera „grófasta klámyrði í
rússnesku“ og er lesanda hollast að taka þau vamaðarorð mjög alvarlega. En HH læt-
ur ekki staðar numið við svo búið, heldur gerir hann okkur þann greiða að bæta því
við að ,,[h]reimur ræður hvort það táknar gremju, reiði, o.s.frv." og að „með löngu
fyrsta atkvæði getur orðasambandið táknað undmn, jafnvel aðdáun“. Þetta em gagn-
legar upplýsingar sem gætu við ákveðnar aðstæður komið í veg fyrir óheppilegan mis-
skilning!
Áður en sagt er skilið við bannorðin mætti e.t.v. finna að því að ekki em alltaf
sýnd tengsl á milli orðapara eins og t.d. xyft ‘tittlingur, ...’ og xpeH ‘piparrót’. í síð-
amefndu flettigreininni em tilfærð orðasamböndin xpeH c ... ‘skítt með...’ og hh
xpéHa ‘ekki bofs’, hið fyrra merkt npocm. (= óvandað mál, slangur) og hið síðara
zpyö. grófyrði, mddalegt mál). Ekki er tekið fram að í raun er xpeH skrauthvörf fyr-
ir xyft í þessum orðasamböndum, enda hafa xyft c ... og hh xyá sömu merkingu og
fyrmefndu samböndin. Upplýsingar af þessum toga er reyndar að finna um flettuna
xep, en það orð er „uppmnalega nafn bókstafsins X [...]; síðan notað sem skraut-
hvarfaheiti fyrir xyft en er nú orðið næstum jafndónalegt og er notað í sömu sambönd-
um og xyft“. Eitthvað þessu líkt hefði að ósekju mátt nefna um xpeH líka.
Að lokum má benda á að ekki er í RÍO minnst á að rojiyöóft ‘(ljós)blár, himin-
blár’ getur einnig haft merkinguna ‘samkynhneigður, hommi’. Þetta er nefnt hér þótt
það flokkist reyndar undir slangur en alls ekki klúryrði. Nú er það svo að slangur er
ákaflega hverfull orðaforði og nær óvinnandi vegur að gera honum viðhlítandi skil í
orðabók almenns eðlis. HH er því nokkur vorkunn þótt eitthvað kunni að vanta upp á
þegar slangur er annars vegar. Þó er óhætt að segja að þessi notkun orðsins rojiyöóft
sé nú orðin býsna rótgróin og ætti því vel skilið að fljóta með í RÍO.
6. Hugtök og nýyrði á sviði málfræði
Rússneska og íslenska em bæði indóevrópsk mál og margt er þess vegna líkt með
þeim hvað beygingarkerfið varðar. En í málkerfi rússnesku er einnig ýmislegt sem er
okkur framandlegt og rússnesk málkerfislýsing þarf því oft að notast við hugtök sem
eiga sér enga íslenska hliðstæðu. Á þetta ekki síst við um sagnir, en beyging og af-
leiðsla rússneskra sagna er um margt fjölskrúðugri en íslenskra stallsystra þeirra. Hér
hefur HH unnið mikilsvert starf á sviði nýyrðasmíðar, starf sem gagnast bæði rúss-
3 Við flettuna éÖ, þar sem sambandið ja hver andskotinn! kemur líka fyrir, er jafn-
framt tilfærður framburðurinn ['asikotin:] sem valkostur.