Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 243
Ritdómar 241
neskunemendum og málfræðingum, því ýmis þau hugtök sem HH teflir fram hafa
víðari skírskotun og eru þörf viðbót í tðorðaforða okkar.
Það sem öðru fremur einkennir kerfi rússneskra sagna eru andstæður sem í gróf-
um dráttum má flokka undir horf (e. aspect, rússn. BHg), t.d. ólokið/lokið horf. Oft er
þó um að ræða fínlegri blæbrigði sem frekar heyra undir það sem gjaman er kallað
„Aktionsart" (rússn. cnócoö géftcTBHa).4 í óloknu horfi eru til dæmis allar helstu
hreyftngarsagnir rússnesku til í tveim gerðum, sem HH þýðir m.a. sem ‘einbeindar’
(ogHOHanpáBJieHHbie) og ‘óbeindar’ (HeogHOHanpáBJieHHbie) sagnir. Þess utan má
einnig finna í RÍO þýðingar eins og ‘snarhorf ’ fyrir oflHOKpáTHbift BHfl, ‘sagnaratviks-
orð’ fyrir fleenpHuácTHe, o.fl. Jafnvel er stungið upp á ‘glammhljóð’ sem íslenskun á
mýMHbift (e. obstruent, þ.e. lok- eða önghljóð).
Almennt má segja að málfræðiorðum og hugtökum sé vel sinnt í meginmáli RÍO.
Til dæmis eru tilfærð mörg grundvallarhugtök á sviði hljóðfræði — rússneskar sam-
svaranir orða á borð viöfráblástur, hljómandi,framgómun, úfmœltur, miðlœgur o.þ.h.
Þó má finna snöggan blett hér og þar, enda vart við öðru að búast. Sem dæmi má
nefna að (þoHéMa ‘hljóðan, fónem’ og MopcþéMa ‘myndan, morfem’ eru bæði með, en
hvorki ajuiocþÓH ‘hljóðbrigði, allófón’ né ajuiOMÓpcþ ‘myndbrigði, allómorf’. Þetta er
að vísu ólfklegt til að verða íslenskum notanda til trafala, enda um alþjóðaorð að ræða.
I flettigreininni við pa3JiHHHTejibHbift, sem m.a. er þýtt sem ‘aðgreinandi’, er sam-
bandið paajiHHÚTejibHbift npÚ3HaK aðeins þýtt sem ‘kennimerki’, en ekki ‘aðgreinandi
þáttur’ og má hið síðamefnda þó heita einhaft meðal málfræðinga. Ekki er þýðinguna
‘þáttur’ heldur að finna undir npÓ3HaK, og í hvorugu tilvikinu er gefið til kynna að
orðið geti verið fræðihugtak á sviði málvísinda. Til samanburðar má nefna að undir
'iepeflOBáiiHe ‘skipti, umskipti, víxl’ er gefin sérstök deilimerking, auðkennd Aume.
(= málvísindi) og m.a. þýdd sem ‘hljóðavíxl’. Engin ástæða er til að gera verr við
grundvallarhugtök eins og (hljóðkerfis)þáttur eða aðgreinandi þáttur, svo rótgróin
sem þau eru.
7. Viðaukar
A eftir meginmáli orðabókarinnar fara fjölmargir viðaukakaflar. Sumir þeirra eru mál-
fræðilegs eðlis og þá ætlaðir ýmist íslensku- eða rússneskumælandi notendum. Eru
þar gefin yfirlit annars vegar yfir beygingarkerfi hvors máls um sig og hins vegar lýs-
ing á hljóðkerfum þeirra. Þessu til viðbótar eru svo viðaukar ætlaðir íslenskum not-
endum til glöggvunar og fróðleiks, þar sem gefið er yfirlit yfir stjómskipun Rúss-
lands, helstu ríkisstofnanir, fræðslukerfið, herinn o.s.frv., bæði á Sovéttímanum og nú
á dögum. Hér verður fyrst farið í saumana á málfræðiköflunum, en síðan fjallað laus-
lega um hina viðaukana.
4 Síðamefnda hugtakið er reyndar ekki tilfært sem slíkt í RÍO, hvorki undir
cnócoð né undir fléftcTBHe, og er það mikil synd, því þama hefði íslenskum málfræð-
ingum verið fengur að hugmyndaauðgi nýyrðasmiðsins HH!