Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 245
Ritdómar
243
Eins og minnst var á hér að framan hefur HH þróað táknkerfi í anda Zaliznjaks til
að auðkenna beygingu íslenskra orða. í íslensku beygingarlýsingunni á bls. 872-921
er að finna ítarlegt yfirlit yfir beygingarkerfi íslenskunnar fyrir rússneskumælandi
notendur RÍO og er þar leyst úr þeim táknum. Líkt og í kaflanum um rússnesku er hér
að finna fjöldann allan af töflum og beygingardæmum til skýringar. HH sýnir all-
nokkra hugvitssemi í aðlögun táknkerfisins að íslensku. Meginflokkar eru auðkennd-
ir með tölustaf og lágstafir (a, b, c...) tákna undirflokka. Meðal kk. nafnorða lenda til
dæmis u-stofnar í flokki 5 (en 4 ef nf.et. hefur -0) og innan þess flokks er askur 5a,
kjóll 5b (þgf.et. -0), en skógur 5c (ef.et. -ar). Þessu til viðbótar eru hástafir notaðir til
að sýna einkenni sem ganga að einhverju leyti þvert á skiptingu í beygingarflokka, til
dæmis ‘J’ fyrir stofnlægt /j/ (nefþgf.ft. nefj-um), ‘N’ fyrir ef.et. -na í stað -a og ‘Ð,
D, T’ fyrir samhljóð þátíðarviðskeytis hjá veikum sögnum (horf-ði,ferm-di, spyrn-ti).
Sá hluti þessa kafla sem lýtur að nafnorðabeygingu hefur reyndar áður verið gef-
inn út á íslensku sem sérstakur ritlingur (Helgi Haraldsson 1996). Hér nær lýsingin
hins vegar til allra orðflokka, meðal annars er fjallað ítarlega um sagnbeygingu. í um-
fjölluninni um sagnir er reyndar ekki einungis farið yfir beygingarmynstur, heldur er
eiimig talsverð umfjöllun um samsettar myndir (greinar 33.1-33.7). Sem dæmi má
nefna að þar er m.a. útskýrð notkun hafa + lh.þt. í ályktunarmerkingu (Hann hefur
haldið að fundurinn œtti að vera á morgun o.þ.h.).
Að lokum má geta þess að beygingartöflur sem sýna dæmi um helstu flokka ís-
lenskra nafn- og lýsingarorða (þó ekki sagnorða) er að finna á bls. 940-941. Eins og
bent var á hér að ffarnan í tengslum við samskonar rússneskar yfirlitstöflur á bls.
942-943 hefði verið heppilegra að hafa þetta efni á öðrum stað í bókinni, jafnvel
framan við meginmál orðabókarinnar. Hvað beygingu sagna varðar inniheldur sjálft
málfræðiyfirlitið raunar alllangan lista (bls. 910-919) þar sem gefnar eru kennimynd-
ir sterkra sagna og óreglulegra veikra sagna.
7.2 Um íslenska og rússneska hljóðfrœði
Auk yfirlitskaflanna um beygingarkerfi málanna tveggja eru í RÍO tveir mun styttri
kaflar um framburð og hljóðkerfi íslensku og rússnesku: „Ágrip af rússneskri hljóð-
fræði“ á bls. 821-823 og „4>OHeTHKa ncjiaHgcKoro a3biKa“ (Hljóðfræði íslenskrar
tungu) á bls. 861-871. Höfundur síðarnefhda kaflans er nefndur ritstjóri RÍO, Valerij
Pavlovitsj Berkov, en reyndar má benda á að kaflinn er nánast orðrétt endurtekning á
samskonar lýsingu sem áður birtist í íslenzk-rússneskri orðabók Berkovs og Áma
Böðvarssonar (1962) og var þar afdráttarlaust eignaður Áma (en að vísu í þýðingu og
ritstjóm Berkovs).5
5 Það eina sem virðist vera ólíkt með þessum tveimur gerðum íslensku hljóðlýs-
ingarinnar em örfá smáatriði, sem flest tengjast afnámi ‘z’ úr íslenska stafsetningar-
kerfinu á þeim tíma sem skilur að orðabækumar tvær. í einu tilviki hafa fljótfæmis-
legar endurbætur valdið villu. í grein §2 stóð í 1962-gerðinni (í lauslegri þýðingu) að
„í endingum koma að jafnaði aðeins fyrir sérhljóðin a, i, u“, en þessu hefur hér verið
breytt í „...sérhljóðin [a], [i], [u]“, sem vitaskuld er alrangt.