Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 247
Ritdómar
245
hvað HH hefur tekist að koma að miklum upplýsingum. Sem dæmi má nefna að nafn
Ódessuborgar sé borið fram með „mjúku“ (þ.e. framgómuðu) [dJJ af Ódessubúum
sjálfum þótt aðrir beri það fram með „hörðu“ [d]. Þótt margs konar fróðleik sé að
finna í þessu ágripi, hefði verið full ástæða til að koma hér betur til móts við íslenska
notendur RIO. I fyrsta lagi er skipulagið nokkuð ruglingslegt, einkum hvað varðar
samhljóðin og framburð þeirra. Þær upplýsingar eru flestar ýmist í II. hluta („Athuga-
semdir við bókstafina og hljóðgildi þeirra") eða IV. hluta („Samhljóðakerfi rúss-
nesku“), en sumt er þess í stað fellt inn í töfluna sem myndar I. hluta („Rússneska staf-
rófið“). III. hluta er blandað saman hreinum framburðarlýsingum (s.s. um stöðu tal-
færanna við myndun tiltekins hljóðs), athugasemdum um umritun kýrillísks leturs
(sbr. grein 4.8 um ‘uf) og útskýringum á rússneska stafsetningarkerfinu (að yfirleitt
er ritað ‘e’ í stað ‘e’; að stafimir ‘e, é, 10, »’ tákna ýmist [j] + [e, o, u, a] eða fram-
gómun undanfarandi samhljóðs + [e, o, u, aj). Þama hefði gjaman mátt setja upplýs-
ingamar fram á eilítið skýrari, skipulegri hátt.
I öðm lagi er bagalegt að HH skuli hér notast við hljóðritunarkerfi sem er hvergi
útskýrt sem slíkt og sem ekki er hægt að ætlast til að notandinn þekki annars staðar
að — í stað þess t.d. að nota viðurkenndan „staðal“ eins og IPA-kerfið (sem fjölmargir
íslendingar em kunnugir). Til dæmis er miðmælta, nálæga sérhljóðið ‘bi’ hljóðritað
[y] í þeim dæmum þar sem það kemur fyrir og „s-hljóðin“ m, >k, h, m em sömuleið-
is hljóðrituð [s, z, c, s:J án frekari útskýringa.7 Að vísu er ‘w’ skilgreint sem „ókringt
u“ (í grein 3.2), sem er býsna nærri lagi, en framburður s-hljóðanna er hvergi útskýrð-
ur með fullnægjandi hætti. Til dæmis er enga sérgrein að finna þar sem fjallað er um
framburð þeirra. Þetta er slæmt því óhætt er að segja að það sé einmitt mergð s-hljóða
í rússnesku sem einna helst vefst fyrir íslenskumælandi fólki. HH gerir að vísu tilraun
til að nálgast framburð þeirra — og það á nokkuð nýstárlegan og hugmyndaríkan hátt
— í stafrófstöflunni (bls. 821). Þar er ‘c’ kallað „hvasst“ s, „líkt og í nísti“, ‘m’ er skýrt
sem „langt, mjúkt s“, „eins og í œski“ (síðar hljóðritað með [s:J), en ‘m’ er kallað
„sljótt“ s eins og „í öskur, kúska" (síðar hljóðritað með [s]). Vissulega er fínlegur
munur á íslensku /s/ eftir því hvað fer á undan og eftir — og tíðni önghljóðshávaðans
þá t.d. hærri í nísti en hann er í öskur. Þótt flestir íslendingar eigi sennilega erfitt með
að greina þennan mun (hvað þá að framkalla hann sjálfstætt, óháð hljóðaumhverfi!),
þá getur þessi lýsing HH e.t.v. gefið lesandanum lauslega „impressjóníska“ hugmynd
um það hvemig rússnesku hljóðin hljóma ólíkt hvert öðru. En munurinn á íslensku
[s]-unum er smávægilegur og á auk þess lítið skylt við þann hljóðmyndunarlega mun
sem er á rússnesku hljóðunum sem verið er að skýra.
Á sama hátt er gripið til hughrifakenndrar lýsingar þegar munurinn á „hörðu“ og
„mjúku“ (þ.e. framgómuðu) /l/ er útskýrður (grein 4.4). Hið fyrmefnda er sagt minna
meir „á 1-hljóðið í hnallur [hnad-l-ur]“. Reyndar er því bætt við að talfærin séu „í nán-
ast sömu stöðu og þegar o er borið fram, m.a. era varir kringdar" (sem er þó engan
7 Benda má á að í meginmáli RIO era notuð IPA-táknin [J, tj] en ekki [s, c] þeg-
ar sýndur er framburður erlendra ömefna á íslensku.