Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 248
246
Ritdómar
veginn algilt) og að ,,[s]vipað 1 er t.d. í enska orðinu field“. En af hverju má ekki líka
segja hreint út að þetta er uppgómað (þ.e. ,,velaríserað“) hljóð, og jafnvel hljóðrita það
með IPA [1] eða [lv]? Þegar málhljóð íslenskunnar eru kynnt rússneskum notendum á
bls. 861-71 eru hiklaust notuð strangfræðileg orð og afar nákvæm hljóðritun. Er
nokkur ástæða til að spara slíkt þegar komið er að hinum íslenska notanda?
I þriðja lagi er ágripið einum of knappt, svo knappt reyndar að það veldur óná-
kvæmni á stöku stað. í grein 9.2, þar sem meðal annars er rætt um samlögun í sam-
hljóðaklösum, er t.d. sagt að „rödduð samhljóð röddunarpara" raddist „á undan rödd-
uðum“. Ekki er minnst á að þetta gerist ekki á undan /v/ (sem myndar þó röddunar-
par með /f[), né heldur að „ópöruðu" samhljóðin /x, c , c/ (x, h, p) raddast líka í þess-
ari stöðu — í 9.1.1 eru þau síðastnefndu sögð vera „alltaf órödduð". Sumt er látið al-
veg ósagt í hljóðfræðiágripinu. Þó svo að allítarlega sé fjallað um sérhljóðin og hljóð-
gildi þeirra er ekki tekið fram að í framstöðu er sérhljóðið h ([i]) borið fram eins og
bi ([*], þ.e. ,,[y]“ í hljóðritun HH) ef orðið á undan endar á „hörðu“ samhljóði — að
minnsta kosti við tilteknar aðstæður, s.s. á eftir forsetningum á borð við b ‘í’, c ‘með’,
H3 ‘úr’ o.s.frv.
Vissulega má deila um það hvort ítarleg hljóðkerfislýsing á endilega heima í bók
sem þessari, enda lærir varla nokkur maður réttan framburð erlends máls af orðabók
einni saman. Rétt er einnig að benda á að HH hefur áður látið frá sér vandað yfirlit
yfir rússneska hljóðfræði (Helgi Haraldsson 1990) og vísar enda til þess rits um nán-
ari upplýsingar í lok ágripsins sem hér er til umræðu. Á hinn bóginn er vert að spyija
hvort ekki hefði mátt fella efni þess rits inn í RÍO, e.t.v. í styttri mynd — fyrst ástæða
hefur þótt til að taka upp íslensku hljóðlýsinguna úr orðabók Berkovs og Áma Böðv-
arssonar (1962) lítið breytta, svo dæmi sé nefnt.
Að lokum skal bent á að þótt sérkaflinn um rússneska hljóðfræði í RÍO veki óneit-
anlega nokkur vonbrigði þegar á heildina er litið — sérstaklega í ljósi þess hve vel er
gert við rússneska notendur í sérkafla Berkovs um íslenska hljóðkerfið — þá er þó eitt
sem er íslenskum notanda mjög gagnlegt í þessum kafla. Það eru þau umritunar- og
umstöfunarkerfi sem sýnd eru í yfirlitstöflunni á bls. 821. Þar er í fyrsta lagi sýnt um-
stöfunarkerfi ISO (þar sem hverjum kýrillískum bókstaf samsvarar einn latínu-
bókstafur). I öðru lagi er umritunarkerfi sem ber að nota þegar tölvupóstur eða sím-
skeyti eru skrifuð á rússnesku með latínuletri. í þriðja lagi er svo almennt umritunar-
kerfi sem lagt er til að menn noti þegar rússnesk orð og nöfh eru umrituð í íslensku
samhengi. Þar fer HH eftir reglum íslenskrar málstöðvar (sjá Málfregnir 2, nóvember
1987), ef undan er skilinn stafurinn ‘m’ sem hér er umritaður með ‘sjs’ í stað ‘stsj’.
Auk þess að byggjast á úreltum ffamburði er umritunin ‘stsj’ tvíræð, þar eð hún get-
ur allt eins staðið fyrir ‘s’+‘tsj’, þ.e. sambandið ‘ch’.8
8 Þess er raunar hvergi getið í RÍO, hvorki í hljóðfræðiágripinu né í einstökum
flettigreinum í meginmáli, að stafasambandið ‘ch’ er borið fram nákvæmlega eins og
‘m’ (þ.e. [s:] í hljóðritun HH).