Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 249
Ritdómar
247
7.3 Aðrir viðaukar
Annað sem mörgum íslenskum notendum mun þykja mikill fengur að í RÍO eru þeir
fjölmörgu viðaukar sem innihalda fróðleik um rússneska stjómskipun og stjómunar-
einingar, landafræði, uppbyggingu fræðslukerfisins og margt fleira (bls. 922-937).
Eitthvað ber niðurröðun og auðkenning þessara viðaukakafla að vísu merki endur-
skipulagningar í kjölfar þjóðfélagsbreytinganna eystra á undanfömum áratug — þeir
kaflar sem taka til stjómskipunar Rússneska sambandsríkisins koma fyrst og em auð-
kenndir A, B o.s.frv., en á eftir fara ýmsir kaflar sem taka til skipulags Sovétríkjanna,
Kommúnistaflokksins, hersins o.þ.h., og em þeir merktir I, II, III o.s.frv.
í kaflanum um stjómskipun Rússneska sambandsríkisins (Viðauki A) er fjallað
skiptingu ríkisins í lýðveldi, fylki, hémð o.s.frv. en auk þess er fjallað um valdaskipt-
ingu milli forseta, þings og ríkisstjómar og loks æðstu stofnanir innan dómskerfisins.
I yfirlitinu um sambandslýðveldi (bls. 922) era gefnar íbúatölur lýðvelda og höfuð-
borga þeirra. í bæklingi með leiðréttingum og viðbótum við RÍO sem Nesútgáfan
dreifir (Helgi Haraldsson 2000b) hefur HH bætt um betur og fellt inn tölur um flatar-
mál og auk þess upplýsingar um hlutfall þjóða og þjóðarbrota innan einstakra lýð-
velda. í endurskoðuðu töflunni má t.d. lesa að af 315 þús. íbúum Ingúshetíu árið 1993
vora Ingúshar 215 þúsund, Rússar 14 þúsund en Tsjetsjenar 13 þúsund. Hér hefur HH
einnig bætt við klausu um breytingar á skipulagi sambandsþingsins í kjölfar nýrra
laga frá 2000, auk skemmtilegs viðbótarviðauka um rúbluna, ævintýralega gengisþró-
un hennar á tímabilinu 1992-98 og helstu slanguryrði sem notuð era um peninga.
í viðaukum B1-B3 er að finna yfirlitstöflur yfir ráðuneyti, ríkisnefndir og aðrar
sambandsstofnanir Rússneska sambandsríkisins. í öllum tilvikum era auk fulls heitis
gefnar styttingar og skammstafanir, en allar götur síðan á sovéttímanum hafa slíkar
styttingar verið mikið notaðar, einkum í heitum opinberra stofnana. Sem dæmi má
taka Landbúnaðar- og matvælaráðuneytið, MHHcejibxo3npog, sem heitir fullu nafni
MHHHCTepCTBO CejIbCKOrO X03HHCTBa H npOflOBOJIbCTBHH.
Viðauki Ia er tafla yfir þau lýðveldi sem mynduðu Sovétríkin eins og þau vora
1987, bæði fullgild sovétlýðveldi og s.k. sjálfstjómarlýðveldi. f hverju tilviki er gef-
ið upp flatarmál, íbúatala (þ.m.t. íbúafjöldi á km2), auk heiti höfuðborgar og íbúatala
hennar. Hið eina sem við þá töflu er að athuga er að nöfn lýðvelda og borga era hér
einungis gefin í íslenskaðri mynd en ekki á rússnesku. í viðaukum Ib-Ic era skipurit
sem sýna stjómskipun og æðstu stjómarstofnanir á sovéttímanum, en viðauki II sýn-
ir uppbyggingu og innra skipulag Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. í viðauka III er
gagnlegt yfirlit yfir rússneska fræðslukerfið (sem er nánast óbreytt frá því á sovéttím-
anum). Allítarlega umfjöllun um uppbyggingu rússneska land-, flug- og sjóhersins er
að finna í viðauka IV. Að lokum er í viðauka V sýnt embættiskerfi rússneska keisara-
veldisins eins og það var á 18. öld og fram að byltingu. Þar era sýndar þær gráður og
titlar sem opinberir embættismenn bára, raðað eftir virðingarstiga. Era það meðal
annars ómissandi upplýsingar hverjum þeim sem vill njóta til fullnustu ýmissa fagur-
bókmennta frá keisaratímanum (s.s. margra smásagna Tsjekhovs og Gogols sem lýsa
hremmingum „litla mannsins" sem lifði og hrærðist í viðjum þessa embættiskerfis).