Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 250
248
Ritdómar
Að lokum er á bls. 938-939 listi yfir algengustu og þekktustu ættamöfn í Rúss-
landi. Slíkur listi gagnast íslenskum notanda fyrst og fremst að því leyti að merkt er
áhersla, enda er hún að mestu ófyrirsegjanleg og raunar stundum breytileg, t.d. í
nöfnum sem enda á -ób, þar sem áhersla færist stundum ffam um atkvæði (s.s.
fÍBáHOB í stað hins algengara fÍBaHÓB). Þetta sýnir HH allt samviskusamlega. Reynd-
ar hefði kannski verið fengur að annars konar nafnalista, þar sem gefið væri yfirlit yfir
myndun gælunafna af skímamöfnum — enda hefur notkun gælunafna alla tíð verið
geysialgeng í Rússlandi. Eins og nefnt var í kafla 4 hér að ffaman hefur HH farið þá
leið að fella jafnt skímamöfn sem gælunöfn inn í meginmál RIO. Þar er hins vegar
aðeins vísað frá gælunaíhi til þess skímamafns sem það er leitt af (s.s. Báira „Vanja“
—> HBáH Ivan), en hvergi farið hina leiðina. Þannig er t.d. ekki hægt að komast að því
með beinum hætti að maður að nafni BjiagÚMnp (Vladimir, Valdimar) hlýtur að öll-
um líkindum gælunafnið Bojióga („Volodja"), enda þótt síðamefnda nafnið sé fært
sem sérstök fletta, sagt samsvara ísl. Valdi og vísað þaðan yfir í BjiagÚMHp.
8. Lokaorð
Vikið var að því í upphafi þessa ritdóms að margir hafi beðið útgáfu RÍO með mikilli
eftirvæntingu og var undirritaður í þeim hópi. Óhætt er að segja að bókin standist all-
ar væntingar og gott betur. Þær aðfinnslur sem hér hafa verið bomar upp em fáar og
flestar fremur léttvægar. Ekki hefur verið minnst einu orði á prent- og umbrotsvillur,
enda em þær afar fáar og auk þess hefur HH þegar gefið út bækling þar sem slíkar
villur em flestar leiðréttar (Helgi Haraldsson 2000b). Ef einhverju er alvarlega ábóta-
vant í RÍO er það e.t.v. helst rússneska hljóðfræðiágripið, þar sem gera hefði mátt bet-
ur við íslenska notendur — og þá meira í líkingu við kaflann um íslenska hljóðfræði
sem borinn er á borð fyrir rússneskumælandi notendur RÍO.
Helgi Haraldsson hefur með þessu verki og þeirri vinnu sem hann hefur lagt í það
á undanfömum áratugum gjörbreytt aðstæðum þeirra sem leggja stund á rússnesku-
nám, rússneskukennslu, þýðingar o.þ.h. hérlendis — og jaíhframt aðstæðum rúss-
neskumælandi áhugafólks um íslenskt mál. Ennfremur hefur hann unnið merkt af-
reksverk á sviði tvítyngdrar orðabókarsmíði. Margar þær aðferðir sem notaðar em í
RÍO teljast til nýjunga í orðabókargerð hérlendis og væri gaman að sjá einhverja taka
sér þær til fyrirmyndar í framtíðinni. A seinni ámm er það orðið æ sjaldgæfara að
orðabækur af þessari stærðargráðu séu eins manns verk. Helgi Haraldsson hefur hér
lyft miklu grettistaki — nú bíðum við þess spennt að sjá í hvað hann ætlar að eyða
„frístundum" sínum næstu tvo áratugi!