Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 253
Ritdómar
251
Helgi Haraldsson. 1996. Rússnesk-íslensk oröabók. Ritstjóri V.R Berkov. Nesút-
gáfan, Reykjavík. xl + 946 bls.
1. Inngangur
Það er skemmst frá því að segja að tilkoma RÍO í Moskvu eftir áramótin 1996-1997
— ef mig misminnir ekki — skipti sköpum fyrir mig og aðra íslenskunema og ís-
lenskufræðinga í Moskvu og eflaust víðar um Rússland.1 RIO eftir HH er fyrsta rúss-
nesk-íslenska orðabókin. Nokkur fjöldi erlend-íslenskra orðabóka hafði að vísu verið
gefinn út fyrir tilkomu RIO, en þær voru harla torfundnar í Moskvu og komu rúss-
neskumælandi nýbúum hér á landi að takmörkuðu gagni, þar sem margir þeirra tala
ekkert nema rússnesku. Eina tvítyngda orðabókin sem áður var við að styðjast var því
hin ágæta íslensk-rússneska orðabók eftir Valerij Pavlovitsj Berkov (hér eftir ÍRO),
en hún kom út árið 1962 og endurspeglar þannig í litlum mæli íslenskan nútímaorða-
forða, auk þess að einstaka þýðingar í henni eru ófullkomnar og sumar villandi.2
Astandið var ekki miklu skárra hvað íslenskar málfræðibækur og kennslubækur á
rússnesku varðar. Eina bókin af því tagi sem ég veit um var bók eftir V.L. Jakub, gef-
in út af Ríkisháskóla alþjóðasamskipta í Moskvu, ásamt tveimur æfingaheftum. Aðal-
ókosturinn við bókina var sá að hún var ófáanleg (enda ætluð til notkunar innan skól-
ans) og að miklu leyti úrelt. Auk þess mátti finna ýmsa galla á henni, einkum hvað
texta- og orðaval varðar og málfræðilegar skýringar finnast mér ekki heldur alltaf
nægilegar. Loks var bókin illlæsileg vegna lélegra prentgæða. IRO Berkovs hefur að
geyma allnokkurt ágrip af íslenskri málfræði: hljóðffæði, beygingarfræði (m.a. lista
yfir óreglulegar sagnir, sem kemur í góðar þarfir), og setningafræði. Samt er ágripið
ekki ítarlegra en það að ég átti t.d. oft í örðugleikum með að beygja íslensk nafnorð
með aðstoð þess, enda er nafnorðum þar skipt í fremur fáa beygingarflokka, eða alls
fjóra fyrir sterka beygingu kk. og tvo fyrir veika beygingu, samtals sex. Það er nokk-
1 Það sem hér fer á eftir eru nokkur orð um Rússnesk-íslenska oröabók (hér nefnd
RÍO) eftir Helga Haraldsson (hér nefndur HH) skrifuð af sjónarhóli rússneskumæl-
andi notanda orðabókarinnar, enda er bókin einkum ætluð tveim hópum notenda: ann-
ars vegar íslenskumælandi notendum sem stunda rússneskunám eða fást við rúss-
nesku, hins vegar rússneskumælandi fólki sem leggur stund á íslensku. Þess vegna er
æskilegt að sjónarmið beggja markhópanna komi fram. Því ætla ég að koma sjónar-
miði rússneskumælandi notenda RÍO á framfæri með þeim fyrirvara að hér er ekki um
gagnrýni orðabókarfræðings að ræða heldur um álit og almennar athugasemdir not-
anda, en ég hef notað orðabókina við íslenskunám (bæði í Moskvu og á íslandi), við
íslenskukennslu fyrir nýbúa og sem túlkur hér á landi.
2 Sem dæmi má nefna þýðinguna á orðinu sturta, en orðið er gefið eingöngu í
merkingunni ‘ycTpoficTBO, onpoKHflbiisaiomee Ky30B caMOCBajia’ (þ.e. ‘búnaður til að
lyfta palli á vörubifreiðum’, sbr. íslenska oröabók), með markorðinu „talmál“, og ekki
er bent á að orðið er notað í ft. í þessari merkingu (eins og gert er í Islenskri orðabók).
Hins vegar vantar hina merkinguna, þ.e. ‘steypibað’ (rússn. ‘gyrn’), en hún er miklu
algengari í hversdagslegu máli.
íslenskt mál 22 (2000), 251-259 © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.