Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 254
252
Ritdómar
uð langt frá því að gefa fulla mynd af beygingarfræði íslensks nútímamáls, sbr. að í
RÍO eru gefnir ellefu flokkar kk.no., fyrir utan óreglulega beygingu, svo að dæmi sé
nefnt.
Bók HH bætir því sannarlega úr brýnni þörf. í fyrsta lagi hefur hún að geyma mik-
ið orðasafn (u.þ.b. 50.000 uppflettiorð og „óvenjumörg orðasambönd og notkunar-
dæmi“ eins og segir í formála bókarinnar, bls. i) sem endurspeglar vel þann orðaforða
sem íslendingar nota nú á dögum. í því sambandi má líka nefna að RÍO er fyrsta bók-
in sem gerir þennan orðaforða aðgengilegan fyrir rússneskumælandi fólk millimála-
laust. I öðru lagi inniheldur bókin ítarlegt ágrip af íslenskri málffæði með greinargóð-
um skýringum. Sú staðreynd að RÍO er fyrir allnokkru uppseld í Moskvu og óskað er
eftir fleiri eintökum þar ber vitni um nauðsyn og miklar vinsældir bókarinnar í Rúss-
landi.
2. Megineinkenni orðabókarinnar
2.1 Einkenni orðaforðans
Orðasafn RÍO er óvenju víðtækt fyrir orðabók af þessari stærð. Það nær ekki ein-
göngu yfir hversdagsorðaforða, orðaforða á sviði klassískra bókmennta og nútíma-
bókmennta (bæði rússneskra og íslenskra; með eru „einnig mikilvægustu og þekkt-
ustu verk heimsbókmenntanna", sbr. formála, bls. ii) og orðaforða blaðamennsku,
viðskipta (m.a. sjávarútvegs) og vísinda (m.a. jarðfræði, sem má telja meðal sérgreina
Islendinga), svo sem ýmsar aðrar tvímála orðabækur þar sem annað málið er íslenska
(sjá t.d. Kunz 1988-1989:169). RÍO hefur einnig að geyma „fjölmörg orð úr talmáli
og slangri, ýmis fomyrði og skáldamál auk íðorða og sérfræðilegs máls á ótal svið-
um“ (sbr. formála, bls. i) og jafnvel klúryrði, með þeirri athugasemd að slík orð eru
sérlega vandmeðfarin.
Ýmsir kynnu að telja að sumt af þessum víðtæka orðaforða ætti betur heima í sér-
orðasöfnum, t.d. sérstökum orðasöfnum um læknisfræði, tækni, slangur o.s.frv. Þá
væri bókin ekki einungis minni og einfaldari í notkun heldur einnig ódýrari og þar af
leiðandi aðgengilegri. RIO var hins vegar samin með það í huga að útgáfa slíkra
sérorðasafna er því miður ekki í sjónmáli. Þannig ætti RÍO að verða til þess að fólk
bjargi sér í nokkra áratugi við lestur og þýðingar á alls konar textum og við ólíkustu
aðstæður. Að því leyti stendur bókin sig prýðilega. Eg hef notað hana við þýðingar á
margvíslegum textum, m.a. tæknilegum og læknisfræðilegum, og saknaði að vísu
nokkurra orða. Það er þó varla réttmætt að kvarta yfir því, enda tilheyrðu öll þessi orð
mjög þröngu sérsviði.3 Notendur RÍO verða þannig ekki í neinum vandræðum með
3 T.d. átti ég bágt með að snúa á íslensku sjúkdómsgreiningum eins og
necneu,utf>UHecKuú H3eenHbiu KOAum (e. non-specific ulcerative colitis) og þurfti að
leita aðstoðar annarra orðabóka, enda fannst eingöngu orðið KOAum ‘ristilbólga’ í RÍO
og erfitt reyndist að finna þýðingar á hinum tveimur orðunum. Einnig vantar í bókina
orð eins og uMMynocynpeccueHbiú ‘ónæmisbælandi’, en við slík orð átti ég ósjaldan
að stríða sem túlkur fyrir útlendinga á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Orða-