Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 255
Ritdómar
253
að tjá sig um almenn veikindi og það er sérlega mikilvægt fyrir nýbúa sem eiga að
bjarga sér á íslensku í daglegu lífi. í bókinni má finna orð um flesta almenna sjúk-
dóma, svo sem alls konar kvef, lungnabólgu, lifrarbólgu og höfuðverk. — Við þýð-
ingu á rússneskum bókmenntaverkum og við ritgerðasmíð á sviði húmanískra fræða
stendur bókin sig einnig með stakri prýði. Að vísu vantar í hana nokkur bragfræðileg
orð og önnur orð af því tagi sem gjama hefðu mátt vera með* * * 4 og fjölmörg orð sem er
að finna í þjóðkvæðum okkar Rússa, en þau orð eru flest annaðhvort fom eða mál-
lýskubundin. Vitaskuld má segja að það sé leitt að erfitt getir reynst að kynna fyrir ís-
lendingum ágæt þjóðkvæði og smávísur okkar Rússa, en ekki má heldur krefjast þess
að öllu verði troðið inn í eina orðabók. Slíkt er ekki hægt.
M.ö.o. er RÍO, að mínu áliti, einstaklega vel saman sett hvað orðaval snertir og
ekki myndi ég kjósa einfaldari orðabók og fara á mis við þann fjölbreytilega orða-
forða sem hún hefur að geyma, enda gerir bókin rússneskumælandi notendum ekki
eingöngu kleift að tjá sig á íslensku í daglegu lífi heldur gagnast hún einnig við marg-
víslegar þýðingar og ritsmíðar á íslensku.5
Orðaþýðingar em yfirleitt gagnorðar og nákvæmar, líka í þeim tilfellum þegar
orðin sem um var að ræða em ekki til á íslensku og nauðsynlegt var að grípa til þess
örþrifaráðs að smíða ný orð. Orðin sem smíðuð em með þessum hætti em venjulega
gegnsæ og lýsandi, þannig að sú merking sem felst í hinum erlendu orðum kemst vel
til skila. Hitt er annað mál að f sumum tilvikum kjósa fslendingar helst að nota töku-
orð úr erlendum málum fremur en nýyrði og stundum hef ég furðað mig á því að
menn skuli taka slfk orð fram yfir gagnsæjar og kjamgóðar þýðingar HH, eins annt og
íslendingum hefur verið um að varðveita tungu sína hreina.6 Mér reyndust einnig sér-
staklega vel ábendingar um notkun orðanna í mismunandi samhengi. Slíkar leiðbein-
ingar má finna við flest uppflettiorð, jafnvel þegar eingöngu ein deildarmerking kem-
ur til greina (eins og í tilviki orðsins y3Kuú ‘mjór).
bókin sem hjálpaði mér mest í ofangreindum vandræðum var Ensk-íslensk orðabók
með alfrœðilegu ívafi eftir Sören Sörenson (1984). Sú bók er töluvert stærri en RÍO
(hún „hefur að geyma 65-70.000 aðalflettiorð og um það bil 140.000 aðgreindar
merkingar þeirra", sbr. bls. XIV) og hún sver sig að nokkru leyti í ætt við alfræðibæk-
ur (ólíkt RÍO), eins og titillinn gefur í skyn, og leggur auk þess sérstaka áherslu á sér-
fræðiorðaforða, m.a. á sviði læknis- og lyfjafræði (bls. XVIII).
4 Svo sem dojibHUK ‘bragarháttur þar sem tvíliðir og þríliðir skiptast á’, en orðið
er títt notað á þessu notkunarsviði.
5 Hér má t.d. geta þess að þennan ritdóm samdi ég, rússneskumælandi íslensku-
stúdent, með aðstoð RÍO.
6 T.d. var mér einu sinni bent á að nota í skjalaþýðingu danskættaða orðið kondi-
tori í staðinn fyrir sœtabrauðsbakara eða kökubakara, en þau orð notar HH í þýðingu
á rússneska orðinu Koudumep.