Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 258
256
Ritdómar
síða) um íslensk mannanöfn, en þar er eingöngu útskýrð myndun föðumafna og ekki
t.d. myndun íslenskra nafna úr stökum liðum (Aðal-heiður, Aðal-björg, Ragn-heiÖur
o.s.frv.) sem hefði hjálpað rússneskumælandi fólki að átta sig fljótar á framandlegum
íslenskum nöfnum. Það hef ég rekið mig á í kennslu. Einnig væri æskilegt að hljóð-
ritun fylgdi lista yfir algengustu nöfn íslendinga, enda sérstakur vandi fyrir rúss-
neskumælandi fólk að bera fram nöfn eins og Guðrún, Hólmfríður, Hrafnhildur
o.s.frv. og því verða slík nöfn oftast óþekkjanleg í munni þess.
3.2 Málfrœðiágripið
I málfræðiágripinu sakna ég sérkafla um íslenska orðmyndun (þó að örstuttur væri).
Þar sem þennan fróðleik er ekki heldur að finna í ÍRO eiga rússneskumælandi ís-
lenskustúdentar takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um myndun íslenskra
orða, en það myndi hjálpa þeim að snúa yfir á íslensku samsettum rússneskum orðum
sem er ekki að finna í RÍO í heild sinni þótt einstakir liðir þeirra séu finnanlegir. Eins
myndi slíkur kafli nýtast vel við íslenskukennslu.
Af einstökum atriðum sem ég rak auga á má nefna að bæta þyrfti orðinu hrynj-
andi í undirkafla 15.3, bls. 886 (um nafnorð sem geta farið eftir beygingarmunstri
fleiri en eins kyns, eins og vœttur), en það getur verið bæði kk. og kvk. (og stundum
jafnvel notað í hk.); einnig ætti að taka það fram í meginmáli.
3.3 Meginmál
Ekki fann ég mikið athugavert við meginmál orðabókarinnar. Þó mætti nefna nokkur
algeng orð sem gætu hafa fengið inni. T.d. furðaði ég mig á að geta ekki fundið orð-
ið cepdoöoAbHbtú 'góðlegur", sem ósjaldan er notað í rússneskum bókmenntum. Hins
vegar fannst orðið cepdeuiHbiú '[...] aumingi’, en orðið tilheyrir, eins og markorðin
benda á, málfari þjóðsagna og alþýðuskáldskapar eða þá óvönduðu máli og er þar af
leiðandi töluvert sjaldgæfara. Þess ber þó að geta að HH vinnur stanslaust að endur-
nýjun og endurbótum RÍO og er t.d. fyrir stuttu búinn að setja saman og dreifa til sem
flestra aðila litlu hefti sem hann nefnir Leiðréttingar og viðaukar. Það hefur m.a. að
geyma töluvert af nýjum uppflettiorðum og eru mörg þeirra komin frá athugasemdum
sem HH óskar eftir og fær frá notendum bókarinnar.
Nokkuð ber á ófullkomnum eða villandi þýðingum. HH kýs réttilega að þýða
vandþýdda orðið 3aðy6éHHbtú eingöngu í samhengi (paöyöéHHan zojioeyuiKa), enda
man ég ekki að orðið komi fram sjálfstætt. Hann gefúr íslenska orðið villingur sem
fyrstu þýðingu (með tákninu ~, sem þýðir að ekki er um nákvæma samsvörun að
ræða). íslenska orðið hefur hins vegar nokkrar vísimerkingar eða merkingarauka
(konnotasjónir, sbr. orðið kynvillingur) sem hið umrædda rússneska orð hefur alls
ekki og gefur því skakka hugmynd um merkingu rússneska orðsins. Orðið
decHmwiemue í merkingunni ‘tunabil’ er þýtt sem ‘tíu ár, tíu ára skeið’, en þar hefði
þýðingin ‘áratugur’ gjama mátt vera með. Slík dæmi eru þó blessunarlega fá hjá HH.
Umritun íslenskra sémafna (en þau er að finna í meginmáli, eins og önnur sér-
nöfn) á rússnesku hefur einnig lengi verið hljóðfræðilegt vandræðamál. Tökum sem
dæmi ömefni eins og Arnarfjörður og Keflavík, en þau em rituð á rússnesku sem