Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 259
Ritdómar
257
Apnapcþbopd og KéÖAaeux. Af þessari umritun er ljóst að HH kýs fremur að umrita
íslensk sémöfn en umstafa þau; hins vegar stendur þessi umritun býsna fjærri íslensk-
um framburði. I orðinu KéÖAaewc endurspeglast þannig ferlið/> [b]/___/, en íslenska
[þ]-ið (skv. alþjóðlega kerfinu [p]) samsvarar miklu fremur rússneska n-inu ([p] í al-
þjóðlega kerfinu) en rússneska ö-inu ([b] í alþjóðlega kerfinu). Því ætti orðið að mínu
áliti að vera ritað KénAaeuK. Hvað orðinu Apnapcþbopd viðvíkur týnist [ij]-innskotið
í umritun HH (reyndar einnig wr-endingin, en spumingin um íslenskar beygingarend-
ingar í rússneskri umritun er enn umdeild). Þar sem íslenska [d]-ið stendur næst rúss-
neska »;-inu ([t] í alþjóðlega kerfinu) vildi ég fremur sjá þetta orð ritað
Apmnapiþbopd, því slfk umritun endurspeglar mun betur íslenska framburð orðsins.
HH fylgir að vísu gamalli hefð (sem sést m.a. glöggt í IRO), en töluverðar breyting-
ar hafa orðið á þessari hefð að undanfömu. Það endurspeglast m.a. í nýjum útgáfum
íslenskra bókmennta í Rússlandi og heppilegra væri e.t.v. að endurskoða umritunar-
kerfið með hliðsjón af þeim breytingum.
3.4 Prentvillur
Nokkuð ber á prentvillum, en þær em þó furðulega fáar miðað við það að öll rit-
vinnsla hvfldi að mestu á einni manneskju, Dinu Shabakajevu eiginkonu HH, eins og
fram kemur í formála bókarinnar (bls. i). Eg nefni þessar (og sleppi þá þeim sem get-
ið er á bls. 944—945 í RÍO og í heftinu Leiðréttingar og viðaukar:8
bls. ii, 2. dálkur, 1. málsgr.: hér stendur rússnesu fyrir rússnesku
bls. 946, 18. málsgr.: hér stendur 3aeecmú fyrir 3aee3mú (þó rétt í megin-
máli)
Eflaust má finna fleiri dæmi, en ég sé ekki ástæðu til að eyða miklum tíma eða
rúmi í smávægilegar aðfinnslur af því tagi.
5.5 Endurtekningar
Hægt er að benda á talsverðar endurtekningar í formálum og viðaukum, t.d. á bls. i og
ii; merking táknanna er útskýrð tvísvar, á bls. xxi-xxiii (ísl. texti)/xxxiii-xxxvi (rússn.
texti), og svo á bls. 946 (bara á íslensku); rússneska stafrófið er einnig tvítekið, á bls.
821 og á lokasíðu, o.s.frv. Þetta brýtur nokkuð í bága við þá ætlun HH að spara rými
(m.a. með því að komast hjá tvítekningum á orðasamböndum í meginmáli orðabók-
arinnar). Hins vegar er í langflestum tilvikum endurtekið það sem mestu máli skiptir,
nánar til tekið meginatriði er varða notkun orðabókarinnar (einkum táknakerfið), en
slíkt er betra að endurtaka en láta vera.
8 Af þeim villum sem leiðréttar eru í heftinu finnst mér leiðinlegast að það vantar
heilan dálk í beygingartöflu á bls. 882 (í málfræðiágripi); einnig er bls. 469 (í megin-
máli) vandræðaleg, en þar er miðdálkur gallaður. Heftið er fýrir sitt leyti ekki alveg
laust við prentvillur. Þannig stendur t.d. rodydápcmeeHHan fyrir rocydápcmeeHHan á
bls. 2.