Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 269
Ritfregnir
267
íslenska kemur víða við sögu
Janez Oresnik. 1999. Krepke in sibke dvojnice v skladnji. Strong and weak vari-
ants in syntax. Slovenska akaemija znanosti in umetnosti. Academia scientiarum
et artium slovenica, Ljubljana. 207 bls.
Janez Oresnik, prófessor við háskólann í Ljubljana í Slóveníu, hefur lengi fengist við
íslenska málfræði. Hann hefur þó fremur fengist við hljóðkerfisfræði og beyginga-
fræði en setningafræði. Um það vitnar m.a. greinasafn hans sem kom út hjá forlagi
Buske í Hamborg árið 1985. Mig minnir þó að ég heyrði hans fyrst getið í sambandi
við verk sem hann vann í slóvenskri setningafræði með David Perlmutter fyrir meira
en þrjátíu árum og í þeirri bók sem hér er sagt frá fjallar hann um setningafræði. Bók-
in er skrifuð á slóvensku en í bókarlok er útdráttur á ensku — eða réttara sagt útdrætt-
ir úr einstökum köflum. Þar kemur fram að bókin fjallar fyrst og fremst um það sem
kalla mætti sterkar og veikar setningagerðir. Um það efni munu slóvenskir málfræð-
ingar hafa sett fram kenningar sem draga nokkum dám af hugmyndum austurrískra
og þýskra málfræðinga, svo sem Dresslers, Mayerthalers, Wurzels og fleiri. Sló-
vensku málfræðingar munu einkum hafa beitt þessum kenningum á setningafræðilegt
efni úr ensku, þýsku og slóvensku.
í bók Oresniks er auk slóvensku m. a. fjallað um setningafræðilega þætti núliðinn-
ar tíðar og þátíðar í þýsku og um þolmynd í norrænum málum, en auk þess koma fyr-
irbæri eins og óbein ræða, nafnháttarsambönd og aukafallsfrumlög við sögu í tengsl-
um við þetta. Að íslensku er helst vikið í sambandi við nafnháttarsambönd og auka-
fallsfrumlög, en um eðli þessara fyrirbæra er vitnað í skrif eftir Eirík Rögnvaldsson,
Halldór Ármann Sigurðsson, Höskuld Þráinsson, Jakob Smára, Jóhönnu Barðdal (sem
greinilega getur orðið Barðdalova þegar skrifað er um hana á slóvensku!), Bruno
Kress og Stefán Einarsson.
Það er auðvitað býsna örðugt fyrir þann sem ekki er læs á slóvensku að átta sig á
meginatriðum bókarinnar. Til þess duga útdrættir einstakra kafla tæplega, m.a. vegna
þess að sumt af hugtökunum er nokkuð framandlegt og ekkert rúm er til þess í útdrátt-
unum að gera grein fyrir röksemdafærslunni. En Oresnik sýnir í þessari bók eins og í
öðrum skrifum sínum að hann fylgist vel með því sem skrifað er um málfræði um víða
veröld og lætur þá engin jámtjöld aftra sér, hvorki ímynduð né raunveruleg. Það
mættu margir taka til eftirbreytni. Þetta leiðir líka til þess að ritaskráin er fróðleg fyr-
ir þá sem hafa áhuga á þessum þáttum setningafræði, jafnvel þótt þeir geti ekkert les-
ið af slóvenska textanum og ensku útdrættimir hrökkvi stundum skammt.
Ritstjóri