Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 270
268
Ritfregnir
Þrjú ráðstefnurit
Frœndafundur 3. Fyrirlestrar frá íslensk-færeyskri ráðstefnu í Reykjavík 24.-25.
júní 1998. Fyrilestrar frá íslendsk-f0royskarí ráðstevnu í Reykjavík 24.-25. júní
1998. Ritstj. Magnús Snædal og Turið Sigurðardóttir. Háskólaútgáfan, Reykja-
vík, 2000. 160 blaðsíður.
Frœndafundur 3 er safn erinda sem haldin voru á íslensk-færeyskri ráðstefnu sem fór
fram í Reykjavík í júní 1998. Markmið ráðstefnunnar var að efla rannsóknasamvinnu
heimspekideildar Háskóla íslands og Fróðskaparsetursins í Færeyjum og var hún sú
þriðja af sínu tagi. Fyrirlesarar voru ýmist íslenskir eða færeyskir og greinamar eru
því á öðruhvoru tungumálinu en með fylgja útdrættir á ensku.
Efni greinasafnsins er afar fjölbreytt og þær greinar sem varða málfræði og mál-
stefnu má finna aftast í ritinu. Algengt er að fræðimenn frá báðum þjóðum fjalli um
skyld viðfangsefni og sú er raunin í fyrstu greinum ritsins sem báðar fjalla um kristni-
töku á íslandi og í Færeyjum. Hjalti Hugason skrifar grein sem hann nefnir „Mat og
túlkun á kristnitökufrásögn Ara fróða“ og fjallar um muninn á atburðinum sem varð
þegar kristni var tekin og svo ferlinu í kringum trúskiptin. Einnig veltir Hjalti fyrir sér
samtímalegum vísunum í frásögn Ara fróða. Kári Jespersen skrifar greinina „Kristin-
dómur í 1000 ár“ og fjallar um áhrif kristni á færeyskt samfélag sem og önnur norræn
samfélög. Hann nefnir þar þætti á borð við stafróf og ritmenningu, nýtt réttarkerfi,
þrælahald og tilkomu kirkjunnar sem nýrrar samfélagsstofnunar.
Þá koma tvær greinar um æskulýðsstarf. Sú fyrri er eftir John Dalsgarð og nefn-
ist „Ungmannafelagsrprslan í Fproyum — ein táttur í fólkaupplýsingini". Hún fjallar
um uppruna færeyskra ungmennafélaga en þau spruttu upp um miðja 19. öld að
norskri fyrirmynd. Sú seinni er eftir Pál Lýðsson og kallast „Ungmennafélögin á ís-
landi. Sögubrot og dæmi.“ Þar fjallar hann um uppruna íslenskra ungmennafélaga (en
þau byggðust á norskri fyrirmynd eins og þau færeysku) og starf þeirra, ekki síst hið
öfluga íþróttastarf.
Næstar eru tvær greinar um stöðu kynjanna í þessum tveimur ríkjum. Fyrst er grein
eftir Ingólf V. Gíslason, „Konur og launavinna, karlar og fjölskylda", en þar kemur
fram að vinnumarkaður á Norðurlöndunum sé kynjaskiptari en gengur og gerist með-
al OECD-ríkjanna. Einkum lifi kvennastörfm góðu lífi sem bendi til að konur taki frek-
ar að sér óhefðbundin störf en karlar. Að sama skapi haldi konur enn fast í verkstjóm
inni á heimilum. Þá kemur grein eftir Elínu Súsönnu Jacobsen, „Kynjabýti í fproysk-
um vinnulívi og politikki" sem lýsir stöðu færeyskra kvenna sem fóru að sækja út á
vinnumarkaðinn upp úr 1970.1 framhaldi af því tóku þær að fara í háskólanám og hasla
sér völl í færeyskum stjómmálum. í kreppunni í kringum 1990 vom þær hins vegar
fyrstar til að hverfa af vinnumarkaði enda staða þeirra veikari en karla.
Þá koma tvær mannfræðilegar greinar. Sú fyrri er eftir Eyðun Andreassen, „Sam-
leiki fyri norðan?“, og þar ræðir hann um kynhlutverk í Færeyjum en hann telur að
konur sæki sér fremur fyrirmyndir til Danmerkur en karlar í færeyskar hefðir. I þess-
ari grein varpar hann einnig fram þeirri áhugaverðu spumingu hvers vegna Færeying-
ar hafi svalir á húsum sínum: „Fproyar em eitt kalt og vátt land. [...] Hví byggja tá