Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 272
270 Ritfregnir
Síðasta greinin heitir svo „F0royskt í 21. 0ld — dvínandi ella ment smámál“ og
er eftir Tórð Jóansson. Þar lýsir hann yfir áhyggjum af framtíð færeyskunnar ef svo
fer fram sem horfir að menntafólk, t.a.m. fjölmiðlafólk, sæki alla menntun til útlanda,
einkum Danmerkur. Nú þegar sjái þess merki að fjölmiðlamenn hugsi á dönsku og
málfar í fjölmiðlum sé mjög slæmt. Hann lýkur þó máli sínu á jákvæðum nótum og
telur að færeyskan eigi þrátt fyrir allt góða möguleika á að lifa af.
Katrín Jakobsdóttir
Heimspekideild Háskóla Islands
Arnagarði v. Suðurgötu
IS-101 Reykjavík, ÍSLAND
katrinja@hi.is
The Nordic Languages and Modern Linguistics 10. Proceedings of the Tenth
Intemational Conference of Nordic and General Linguistics, University of
Iceland June 6-8, 1998. Ritstj. Guðrún Þórhallsdóttir. Málvísindastofnun Há-
skóla íslands, Reykjavík. v + 285 bls.
The Nordic Languages and Modern Linguistics 10 er, eins og nafnið bendir til, tíunda
bókin í sinni röð, en sú röð hófst með því að Hreinn Benediktsson efndi til íyrstu ráð-
stefiiunnar um norræn mál og nútímaleg málvísindi vorið 1969 og gaf síðan út á bók
þau erindi sem flutt voru á ráðstefhunni. Með því ýtti um leið undir frekara samstarf
og samskipti norrænna málvísindamanna og þau leiddu til þess að stofnað var norrænt
málvísindafélag (e. Nordic Association of Linguistics), komið á fót samnorrænu mál-
vísindatímariti (Nordic Journal ofLinguistics) og norrænar málvísindaráðstefnur urðu
fastur liður. Norræna málvísindafélagið styður við ráðstefnumar og fylgist með því að
þær séu haldnar regulega en umsjón er jafnan í höndum málfræðinga við tiltekinn
skóla. Reyndar er um fleiri en eina ráðstefnuröð að ræða og þetta var í annað sinn sem
ráðstefna í þessari tilteknu röð var haldin hér á landi.
Að þessu sinni var valið úr ráðstefnuerindunum þannig að ekki vom öll erindin
birt í greinarformi bókinni. Alls vom fluttir 59 fyrirlestrar á ráðstefiiunni en í bókinni
em 26 greinar. Þar af em 24 á ensku, ein á sænsku og ein á dönsku. Þrjár greinanna
era eftir kennara sem starfa nú við Háskóla íslands, þ.e. Jóhannes Gísla Jónsson,
Jörgen Pind og Violu Miglio. Jóhannes fjallar um tilvistarsetningar (dæmi: Það er
fluga í súpunni), Jörgen um skynjun hljóðlengdar í íslensku og Viola (ásamt Bmce
Morén) um valin atriði í íslenskri hljóðkerfisfræði og beitingu svokallaðrar bestunar-
kenningar (e. optimality theory) á þau. Tveir íslendingar sem starfa erlendis, þau Anna
Helga Hannesdóttir (háskólanum í Gautaborg) og Þorsteinn G. Indriðason (háskólan-
um í Bergen), eiga líka greinar í bókinni. Anna skrifar um einkenni þeirrar skandin-
avísku sem Islendingar nota í samskiptum við Norðurlandabúa og Þorsteinn skrifar
um mismunandi eðli íslenskra viðskeyta frá hljóðkerfislegu sjónarmiði.