Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 273
Ritfregnir 271
íslenska kemur einnig við sögu í fleiri greinum í bókinni. Þannig fjalla bæði Ed-
mund Gussmann og Edward W. Keer um aðblástur í íslensku (reyndar fjölluðu a.m.k.
tveir aðrir fyrirlestrar á ráðstefnunni um aðblástur en þeir eru ekki birtir í bókitmi),
Camilla Wide skrifar um notkun orðasambandsins vera búinn að + nh. og Kendra J.
Willson um íslenskar setningagerðir þar sem persónubeygða sögnin kemur aftar en í
öðru sæti. Auk þessa er vikið að íslensku í samanburðarskyni í fleiri greinum, þótt
reyndar fari stundum heldur lítið fyrir henni í greinum sem bera heiti er virðist vísar
til norrænna mála almennt, t.d. yfirlitsgrein Inge Lise Pedersen um norrænar (e. Nor-
dic) mállýskurannsóknir eftir 1969.
Almennt má segja að greinasafnið gefi fróðlega mynd af viðfangsefnum norrænna
málfræðinga í lok 20. aldar. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að bera þessa bók saman við
greinasafnið frá fyrstu norrænu ráðstefnunni sem var haldin í Reykjavík um það bil
30 árum áður, en það verður þó ekki gert hér.
Ritstjóri
Sprákkontakt—Innverknaden frá nedertysk pá andre nordeuropeiska sprák. Rit-
stj. Emst Hákon Jahr. Nordisk Ministerrád, Kaupmannahöfn, 2000. 311 bls.
Þessi bók er í aðalatriðum safh greina sem eiga rót sína að rekja til fyrirlestra er voru flutt-
ir á ráðstefnu við háskólann í Agder (Ögðum) í Noregi í október 1998. Alls eru 16 grein-
ar í bókinni og tvær þeirra vora ekki fluttar á ráðstefiiunni. Eins og fram kemur í formál-
anum var ráðstefnan liður í rannsóknaverkefninu „Málsöguleg lögmál og tökuorð í nor-
rænum málum“ (n. Sprákhistoriske prinsipp for lánord i nordiske sprák), en það verkefni
heyrði aftur undir stærra viðfangsefni sem Norræna ráðherranefndin styrkti og nefndist
.JSÍorðurlönd og Evrópa" (n. Norden og Europa). Ekki kemur ffam að hvaða marki ís-
lendingar tóku þátt í þessum verkefnum. Hins vegar má sjá að engir íslenskir málffæð-
ingar eiga greinar í þessari bók og íslenska kemur reyndar ffekar lítið við sögu í henni.
Þrátt fyrir þetta er margt áhugavert fyrir íslenska málfræðinga í bókinni. Þannig
eru þrjár fyrstu greinamar nokkuð almenns, fræðilegs eðli. Sú fyrsta er eftir Kurt
Braunmiiller (Hamborg) og nefnist ‘Um samband sögulegrar málfræði og málsögu —
tólf kenningar’, frekar stutt grein og nokkuð almenns eðlis. — Þá kemur grein eftir
Stig Eliasson (Mainz og Uppsölum) og fjallar um málgerðarleg og svæðisbundin at-
riði í hljóðkerfi norðurevrópskra mála. Þetta er ítarlegt og fróðlegt yfirlit þar sem m.a.
er litið á dreifingu atriða á borð við áherslu á fyrsta atkvæði, fráblástur, tónkvæði,
reglur um hljóðlengd, gerðir sérhljóðakerfa (t.d. hvort frammælt kringd sérhljóð koma
fyrir í málinu), fjölda tvíhljóða, aðblástur o.fl. Þetta er auðvitað fyrst og fremst
handbókafróðleikur en það er þægilegt að fá þetta yfirlit á einum stað og því fylgir
löng ritaskrá. í lok greinarinnar eru svo máldæmi úr einum 17 norðurevrópskum mál-
um (upphaf bókarinnar um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren). — Þriðja greinin er
eftir Peter Trudgill (Fribourg) og þar er velt upp spumingunni um það hvenær sé um