Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 274
272 Ritfregnir
að ræða áhrif eins máls á annað og hvenær áhrif einnar mállýsku á aðra. Til skýring-
ar eru tekin dæmi um lágþýsk áhrif á norrænu meginlandsmálin, einkum áhrif lág-
þýsku á norskuna í Bergen á Hansatímanum. Sumt af því sem þama er rætt um má
virðast deila um keisarans skegg, en það á að vera almennt fræðilegt skegg þótt dæm-
in séu einkum lágþýsk og norsk.
Aðrar greinar í bókinni fjalla flestar um afmarkaðri efni og almenn fræðileg
skírskotun er mismikil. Hins vegar fer það auðvitað nokkuð eftir áhugasviði málfræð-
inga hversu forvitnilegar þeim þykja þessar greinar. Eg hafði t.d. sérstakan áhuga á
efninu í grein Marit Christoffersen um það hvort finna megi merki um lágþýsk áhrif
á orðaröð í norskum aukasetningum. Þar er Christoffersen einkum að skoða röðina á
persónubeygðum sögnum og neitun (sjá t.d. grein Höskuldar Þráinssonar hér í þessu
tímaritshefti og tilvísanir þar) og röð sagnar og andlags. Christoffersen hefur greini-
lega fylgst með ýmsu af því sem skrifað hefur verið um þetta efni á undanfömum
árum, m.a. að því er varðar íslensku. Umfjöllunin er þó, eins og vænta má, á nokkuð
öðrum nótum en hjá svokölluðum málkunnáttufræðingum, enda er hér um að ræða
grein sem er að stofni til fyrirlestur á ráðstefnu um lágþýsk áhrif. Meginniðurstaða
Christoffersen er sú að vafasamt sé að tala um beint lán frá lágþýsku í þessu efni en
áhrif frá því geti hins vegar hafa stuðlað að því að auka tíðni tiltekinna setningagerða
sem höfðu komið upp af öðrum orsökum.
Óþarft er að telja upp allar greinar bókarinnar og viðfangsefni. Hér má þó nefna
grein eftir Kjell Venás sem fjallar um lágþýsk tökuorð í norsku, en þar er að hluta til
fjallað um svipað efni og Helge Sandpy ræðir í bók sinni sem sagt er frá í annarri rit-
fregn hér í tímaritinu. Loks má svo til gamans nefna grein eftir ritstjórann Emst
Hákon Jahr. Þar er sagt frá norskri konu er hét Clara Holst (1868-1935). Hún var mál-
fræðingur og lagði upphaflega stund á hljóðfræði, m.a. hjá prófessor Johan Storm í
Osló sem var leiðbeinandi hennar þar, og gekk í Alþjóðasamband hljóðfræðinga
(IPA). Síðar stundaði hún m.a. nám í Kaupmannahöfn, Leipzig og Berlín og svo er að
sjá sem það hafi ekki verið alveg einfalt mál fyrir konu á þeim áram. Hún þurfti m.a.
sérstakt leyfi til þess að taka þátt í málstofum (semínöram) í Leipzig, t.d. hjá Eduard
Sievers, og fékk það fyrir milligöngu hins þekkta norska prófessors Sophus Bugge.
Hún varð þó að láta sér lynda að sitja þegjandi í þessum málstofum — og í sumum
tilvikum dugðu meðmæli Bugges ekki einu sinni til þess að hún fengi aðgang! En eft-
ir allar þessar hremmingar varð Clara Holst þó fyrst norskra kvenna til að ljúka dokt-
orsprófi. Því lauk hún 1903 (sem sé 23 áram á undan fyrsta íslenska kvendoktomum,
Björgu C. Þorláksson (Björgu Þorláksdóttur Blöndal), sem lauk sínu prófi árið 1926)
og doktorsritgerðin fjallaði um miðlágþýsk tökuorð í dönsku á 14. og 15. öld. Dokt-
orsvömin mun hafa gengið vel, en þó gerði fyrsti andmælandi, prófessor Johan Storm,
athugasemd við það að kandídatinn skyldi nota orðið islandsk en ekki gammelnorsk
um málið á íslendingasögunum, en kandídatinn kvað þá gagnrýni niður með rökum!
Þetta er sem sé hin eigulegasta bók og geymir ýmsan fróðleik, m.a.s. áhugaverð-
ar upplýsingar fyrir kvennasögufræðinga!
Ritstjóri