Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 276
274
Frá íslenska málfrœðifélaginu
Steinmetz, prófessor við Augsburg-háskólann í Minneapolis, í boði
Málvísindastofnunar Háskóla Islands og Islenska málfræðifélagsins
um málfræðiformdeildina kyn í germönskum málum; 8. nóvember
flutti Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku, fyrirlestur sem hún nefndi
„Að hafa vald á dönsku — Um dönskukennslu í íslenskum skólum";
29. nóvember ræddi Tuomas Huomo, prófessor í finnsku við háskól-
ann í Ábo, um tengsl tilvistarsetninga og setninga sem lýsa staðsetn-
ingu; og 7. desember fjallaði Katrín Jónsdóttir, doktorsnemi við Paul
Valéry-háskólann í Frakklandi, um mállega merkingu. 29. desember
stóðu íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla íslands
saman að jólaglögg í Skólabæ. íslenskum málfræðingum sem dveljast
erlendis var boðið að mæta og segja frá viðfangsefnum sínum en fáir
höfðu tök á að koma. Samkoman tókst þó með miklum ágætum.
21. árgangur tímaritsins íslenskt mál og almenn málfrœði (1999)
kom út í júní (280 bls.) og ritstjóri var Höskuldur Þráinsson. Á árinu
lét stjóm félagsins endurprenta þá árganga Islensks máls sem hafa ver-
ið uppseldir um skeið. Um er að ræða eftirtalda árganga: 1. árg. 1979,
10.-11. árg. 1988-89, 12.-13. árg. 1990-91 og 14. árg. 1992. Stjóm
félagsins lagði sig fram um að fjölga áskrifendum innanlands og er-
lendis. M.a. var sú nýbreytni tekin upp að veita stúdentum 50% afslátt
af áskriftarverði meðan þeir em við nám.
Á árinu sótti stjóm félagsins um styrk úr Málræktarsjóði til að taka
saman íðorðasafn í málfræði. Félagið hlaut 400 þús. kr. styrk úr sjóðn-
um. Katrín Jakobsdóttir, nemi á M.A.-stigi í íslensku, var ráðin til að
vinna að málfræðiorðasafninu í þrjá mánuði sumarið 2000. Um ára-
mótin 2000-2001 lágu fyrir drög að orðalista í greininni og vom þau
lögð inn á Orðabanka íslenskrar málstöðvar, þar sem þau em aðgengi-
leg hverjum sem vill. Þar sem þetta em fyrstu drög er eindregið ósk-
að eftir athugasemdum við þau.
íslenska málfræðifélagið hefur sett upp vefsíðu. Þar má finna ýms-
ar upplýsingar um félagið og tímaritið íslenskt mál. Slóðin er:
www.ismal.hi. is/imf
Sigríður Sigurjónsdóttir,
formaður