Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 311
Ritfregnir 309
fomafna. í sjöunda kafla er komið að þolfallsandlagi en í þeim níunda er rætt um fleir-
tölu nafnorða. í fjórtánda kafla er fjallað nánar um lýsingarorðin, jafnt veika og sterka
beygingu. Að því er sagnimar varðar þá er rætt um dvalarhorf, þ.e. vera að + nh., í
sjötta kafla en hin horfin tvö í þeim tólfta. Hvergi er hins vegar rætt um muninn á
notkun dvalarhorfs og nútíðar né heldur þátíðar og vera búinn að + nh. Formleg nútíð
og þátíð koma hins vegar við sögu í málfræðihlutanum. Enda þótt sjálfsagt og eðli-
legt sé að gera horfunum hátt undir höfði, ekki síst í ljósi samtalstextanna, hefði jafn-
framt verið eðlilegt að skýra notkun tíðanna og bera saman tíð og horf. Að því er nafn-
orðabeyginguna varðar þá em notuð orð jafnt veikrar sem sterkar beygingar. Orð
sterkrar beygingar era þó miklu takmarkaðri. T. d. era sterku karlkynsorðin öll með
endingu í eintölu, t.d. hestur, bíll og steinn, mynda eigarfall eintölu með -s og nefni-
fall fleirtölu með -ar. Sterku kvenkynsorðin mynda fleirtölu með -ir. Einkvæð kven-
og hvoragkynsorð era mikið notuð eins og vonlegt er. Hvergi eru hins vegar dæmi um
endingarlaus karlkynsorð eins og fugl t.d. Þetta léttir nemendunum sannarlega róður-
inn enda hefur þeim löngum reynst erfitt að kyngreina þessi einkvæðu orð. Auk þessa
koma frændsemisorðin við sögu enda þótt óregluleg séu. Það er hins vegar í hæsta
máta eðlilegt enda ein algengustu orð málsins. Þrátt fyrir þessar beygingarlegu tak-
markanir þjónar beygingarfræðin hlutverki sínu vel því að helstu þættir beygingar-
kerfisins komast til skila. Það gleymist nefnilega stundum að engin ástæða er til að
leggja allt undir í upphafi. Miklu betra er að æfa grunnatriðin vel og bæta svo við nýj-
um fróðleik eftir þörfum.
Samtölin í bókinni era lipurlega skrifuð og orðaforðinn miðaður við þarfir hins
daglega lífs. Nokkur orð vekja þó athygli enda sjást þau ekki oft á prenti enda þótt þau
megi telja eðlileg í daglegu tali. Má þar nefna upphrópunina vá (bls. 21), sko (sbr. bls.
29: Ja, ég var nú eiginlega að hugsa um að fara með vinkonu minni sko [lcturbreyt-
ing MJ]), ókei (bls. 41). Talað er um djús og eina með öllu nema hráum (bls. 33) og
klukkan er að verða (bls. 25) og hún er korter í (bls. 24). Palli er sagður rosalega sæt-
ur en mjög skemmtilegur þremur línum ncðar í sama samtali (bls. 24). Kannski hefði
roslega farið betur í seinna tilvikinu. í neðanmálsgrein á bls. 121 era sagnirnar fíla og
bögga teknar sem dæmi um tökusagnir.
Seinni hluti bókarinnar er málffæðihluti hennar eins og áður hefur komið fram.
Þar er fjallað um kyn, tölu og fallbeygingu og sagnbeygingu í nútíð og þátíð. Dæmin
úr textunum era notuð til skýringar og oftar en ekki era þau í setningarlegu samhengi
og er það mikill kostur. Sagnakaflamir era í heild aðgengilegir. Kaflinn um kyn er
hins vegar svolítið sérstakur. Hugmyndin að baki honum er góð en úrvinnslan ekki
nógu markviss. Þar er ýmislegt haft með sem betur hefði átt heima í öðra samhengi,
t.d. umfjöllunin um breytinguna a->ö/u.
Við tungumálanám skipta skriflegar æfingar máli. Miklu skiptir að þær séu vel úr
garði gerðar og í samhengi við það efni sem um er fjallað hverju sinni. Þetta á að
flestu leyti við um æfingarnar í þessari bók. Gallinn er hins vegar sá að þær era allt
of fáar og dæmi era um að sleppt sé æfingu eða æfingum um málfræðiatriði sem til
umfjöllunar hefúr verið. Þetta á t.d. við í sjöunda kafla þar sem dvalarhorf kemur við
sögu án þess að það tengist æfingum sem nemandanum er ætlað að leysa sjálfum.