Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 11
Kerfisbundnar breytingar 9
I fjórða og síðasta lagi getur afstaða merkingarviðmiðs forsetningar-
liðar til þess sem talar ráðið úrslitum um merkingu eða notkun og
verður vísað til þess sem afstöðumerkingar (J'yrir mig (tími) - fyrir
mér (staður); eftir mig (tími) - á eftir mér (staður, hreyfmg)). Skal nú
vikið nánar að þessum fjórum þáttum.
2.2 Eigin merking forsetninga
Mismunandi forsetningar hafa ólíka eigin merkingu. Þannig er grund-
vallarmunur á eigin merkingu forsetninganna á og í. Forsetningin á
vísar jafhan til ytra borðs, t.d. á landinu, á sjónum, á vatninu, en fs. í
vísar til þess sem er innan tiltekinna marka (til innra borðs), t.d. í land-
inu, í sjónum, í vatninuf Svipuðu máli gegnir um aðrar forsetningar,
t.d. yfir, um, undir og andspœnisf allar hafa þær eigin merkingu þótt
misgreinileg sé.
2.3 Hlutverksmerkingforsetninga
Notkun forsetninga í íslensku byggist á kerfi þar sem einkum er tekið
mið af hreyfingu, kyrrstöðu og stefnu í tíma og rúmi og afstöðu til þess
sem miðað er við. Þessir þættir em hluti af merkingu forsetninga og hér
verður vísað til þeirra sem hlutverksmerkingar, andstætt eigin merkingu.
Sem dæmi má taka að hreyfmg og kyrrstaða getur verið margs konar:
A mynd 1 tákna örvar merktar a-f það sem kalla má hvert-hreyf-
ingu. Þá er miðað við áfangastaðinn og ýmist farið (upp) á staðinn (b),
að staðnum (c), í staðinn (d), til staðarins (e) eða undir staðinn (f). Með
svipuðum hætti tákna örvar merktar g-j hreyfingu sem miðast við upp-
hafsstaðinn en hana má kalla hvaðan-hreyfingu. Ör merkt a táknar
hreyfmgu yjir tiltekinn stað og ör f táknar með hliðstæðum hætti
4 Ólíkar forsetningar geta að vísu verið notaðar í „sömu merkingu“ í ýmsum sam-
böndum. Þannig fara menn upp á Akranes en upp í Borgarnes og menn fara í leikhús
en á kaffihús. I dæmum sem þessum getur málvenja ráðið (einkum með staðamöfn-
um) eða um er að ræða orðffæðilegar reglur (á skrifstofu, á sjúkrahúsi, á lögreglu-
stöð) og það breytir engu um eigin merkingu forsetninga.
5 Fjölmargar forsetningar era upprunalega nafnyrði (andspœnis, samkvœmt) eða
þær eru liðfelldir forsetningarliðir (e-m til handa > handa e-m; fyrir sakir e-s > sak-
ir e-s; fyrir sökum e-s > sökum e-s) og mótast merking þeirra af því.