Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 17
Kerfisbundnar breytingar
15
3. Tími og rúm með fs./ao. undan, á undan, eftir, á eftir og fyrir
3.1 Samspil tíma og rúms í kerfi fs./ao.
Staðartáknun með forsetningum og atviksorðum getur vísað hvort
sem er til rúms eða tíma og kemur það ífam á kerfisbundinn hátt með
fs./ao. undan, á undan, eftir, á eftir og fyrir. Sem dæmi má taka þann
hluta kerfisins sem vísar annars vegar til raðar í rúmi (á eftir - á und-
an) (1 la-b) og hins vegar til tíma (á undan - á eftir) (11 c—d) og (fyrir
- eftir) (1 le-f), en hann lítur svo út í nútímamáli:
(11) a. á eftir e-m [rúm, hreyfmg, röð] b. á undan e-m
c. (hér) á undan [tími] d. (hér) á eftir
e. fyrir veturinn (‘áður en’) [tími] f. eftir veturinn
Þessi hluti kerfisins er í jafnvægi hvað varðar búning (á eftir - á und-
an) og fallstjóm (fyrir e-ð - eftir e-ð) ef henni er að skipta.
Ofangreind lýsing á afstöðu (og merkingu) fs./ao. er reist á hlut-
verki þeirra og afstöðu til talanda og hana má því kalla hluri'erkslega
(e. functional). Hér á eftir verður leitast við að sýna ffam á að hlut-
verksleg lýsing fs./ao. er til þess fallin að gera grein fyrir notkun þeirra,
merkingu, innbyrðis tengslum og fallstjóm auk þess sem með þeirri
aðferð má varpa ljósi á og skýra ýmsar breytingar sem orðið hafa á
kerfinu í aldanna rás.
í næstu köflum verður dregin upp mynd af notkun fs./ao. undan,
á undan, eftir, á eftir og fyrir með vísan til tíma og rúms. Framsetn-
ingu verður þannig háttað að í fyrsta lagi verður leitast við að gefa
heildaryfirlit yfir notkunina í elsta máli (í kafla 3.2). í öðm lagi verð-
ur fjallað um þær kerfisbreytingar sem breyttu kerfinu (í kafla 3.3). I
þriðja og síðasta lagi verður fjallað í sérköflum um hverja forsetning-
anna þriggja, undan (í kafla 3.4), eftir (í kafla 3.5) og fyrir (í kafla
3.6).
3.2 Fyrir, eftir og undan í elsta máli með vísan til tíma og rúms
Fjölmörg fommálsdæmi með forsetningunum fyrir, eftir og undan
með vísan til tíma og rúms sýna að notkun þessara forsetninga hefur
breyst í grundvallaratriðum. í grein þessari verður leitast við að færa