Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 20
18
Jón G. Friðjónsson
(14) a. [rúm] J undan
b. [rúm] J-* undan
Samsvarandi notkunardæmi eru:
(15) a. leysa sig undan sektum við guð (íslhóm 64v:20); mátti engi
maður komast undan því oki (íslhóm 22r:14)
b. Þeir ríða tveir undan en níu eftir (ml4 (ÓT 1, 342)); Hall-
steinn hljóp eftir þeim, en þeir undan, þar til ... (Flat I, 460)
Hin breytta notkun fs. undan (eftir breytingu 1) samsvarar forsetning-
unni fyrir í elsta máli (reka e-n/e-ð fyrir sér > reka e-n/e-ð undan sér).
Þar með hefúr hið foma andstæðupar eftir - Jyrir (16a) fengið „keppi-
nautinn" eftir - undan (14b, 16b) sem síðar verður ofan á í myndinni
á eftir - á undan (16c) (sem nefna má breytingu 3 og fjallað verður
um í kafla 3.4), þ.e.:
(16)a. ríða eftir e-m —> [rúm] -* ríða fyrir e-m >
b. ríða eftir e-m —* [rúm] —» ríða undan e-m >
c. ríða á eftir e-m —> [rúm] -> ríða á undan e-m
í fomu máli vísaði forsetningin eftir ýmist til tíma eða rúms og mynd-
aði í því hlutverki kerfisbundnar andstæður með Jyrir, þ.e.:
(17) a. Jyrir e-n [tími] b. eftir e-n
c. eftir e-m [rúm] d. fyrir e-m
Eftir breytinguna Jyrir e-m > undan e-m (breytingu 1, 14a-b, 16a-b)
er komin upp andstæðan eftir - undan (18c-d) með vísan til rúms og
kerfíð er ekki lengur í jafnvægi eins og í (17a, 17d) (Jyrir) og (17b,
17c) (eftir), þ.e.:
(18) a. Jyrir e-n [tími] b. eftir e-n
c. eftir e-m [rúm] d. undan e-m
Til að ná aftur jafhvægi blasir við breytingin fyrir e-n (18a) > undan
e-m/e-u (19a), sem hér er nefnd breyting 2, þ.e. kerfisþvingun veldur
því að fs. undan tekur að geta vísað til tíma og um leið kemur and-
stæðan undan - eftir [tími] fram (19a-b), þ.e.: