Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 21
Kerfisbundnar breytingar
19
(19) a. undan e-m/e-u [tími] b. eftir e-n
c. eftir e-m [rúm] d. undan e-m
Elstu dæmi um þessa breytingu eru frá því um 1500 eins og nánar
verður vikið að í næsta kafla. Hluti af þessu breytingaferli eru breyt-
ingamar eftir > á eftir, sem hér er nefnd breyting 3, og undan > á und-
an eða breyting 4. Fyrir þeim verður gerð grein í köflum 3.4 og 3.5.
3.4 Undan + þgf. (fornt), á undan + þgf. (17. öld)
Eins og áður var getið, sjá (14a), gegnir fs./ao. undan einkum því
hlutverki í elsta máli að vísa til hreyfingar af lægri stað (hvaðari) á
hærri, jafnt í beinni merkingu (moka undan fé) sem óbeinni (mælast
undan e-u). Hún er algeng í ýmsum samböndum sem vísa til undan-
halds eða flótta, t.d. með sögnunum fara, flýja, halda, hopa, hörfa,
leita, snúa, stökkva undan og láta undan síga. Þegar í fomu máli er
þó að finna dæmi þar sem undan virðist vísa til hreyfingar í röð fyr-
ir ffaman e-n (hvert), sbr. (14b), þ.e. svipað og fyrir (ríða undan e-m
= ríða fyrir e-m). Það em einkum dæmi þar sem fram kemur andstæð-
an eftir - undan sem renna stoðum undir þessa túlkun, eins og áður
var getið, sbr. dæmið í (15b). Fleiri dæmi af þessum toga em sýnd í
(20) :
(20) a. fer hann eftir en Hreiðar fór hart undan (sl3 (Mork 126))
b. Hún brást við og rann undan en Skalla-Grímur eftir (ml4 (Eg
40. k.))
c. leitaði eftir Öngli og fór jafhan þar eftir, sem hann fór undan
(Gr 86. k.)
d. svo sem vér sóttum eftir, hljóp hann æ undan (Vatnsd 12. k.)
Með vísan til þessa verður hér gert ráð fýrir að í fomu máli (frá 13. öld
og ffam til um 1500) hafi forsetningin undan gegnt tvenns konar hlut-
verki sem sýna má með eftirfarandi hætti, sbr. (14a-b):
(21) a. [rúm, röð] -* ganga, hlaupa, renna undan e-m
b. [rúm] J kippa fótunum undan e-m