Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 22
20
Jón G. Friðjónsson
Eins og sjá má vísar fs. undan einungis til rúms, annars vegar til hreyf-
ingar (hvert) fyrir framan e-ð sem hreyfíst (20, 21 a) og hins vegar til
hreyfíngar (hvaðan), oftast af lægri stað á hærri, sbr. tilgreind dæmi. í
báðum tilvikum getur merkingin verið hvort sem er bein (22a) eða
óbein (22b):
(22) a. brotnaði kjölurinn undan skipinu (Fló 27. k.); fjaraði undan
skipum þeirra (ÓH 758); moka undan fé (Grgk I, 28)
b. bera e-n undan sökinni (Mar 903); hafðu mig undan þeginn
(Leif 51); hann baðst undan forinni (Leif 51); hvar sem R. tók
á þá blánaði allt undan (Vilm 166); færast undan [áburði,
ásökun] (Klm 7); skerast undan allri liðveislu við e-n (Vígl 6.
k.); láta undan síga (ÓT 1, 190)
Efitir breytinguna jyrir e-m > undan e-m, sem áður var getið (breyting
1, sjá 14a-b, 16a-b), vísa andstæðumar jyrir - eftir (23a-b) og ejtir -
undan (23c-d) til tíma og rúms. Þetta má sýna svo, sbr. (17c-d) >
(18c—d):
(23) a. jyrir e-n [tími] b. eftir e-n
c. eftir e-m [rúm] d undan e-m
Eins og sjá má em andstæðumar ekki lengur í jafnvægi efitir breyting-
una. Ejtir getur að vísu efitir sem áður vísað til hvors sem er, tíma
(23b) eða rúms (23c), en á móti stendur ýmist jyrir (23a) eða undan
(23d). Til að ná afitur jafnvægi á milli þessara þátta liggur breytingin
jyrir (23a) > undan (24a) beint við, eins og áður var getið (breyting 2,
sjá 18a-b > 19a-b), þ.e.:
(24) a. undan e-m [tími] b. eftir e-n
c. eftir e-m [rúm] d. undan e-m
Unnt er að sýna með óyggjandi hætti að þróunin varð einmitt þessi.
Snemma á 16. öld tók fs. undan að geta vísað til tíma (24a). Elsta
dæmi um þetta ferli er að fínna í Grettis sögu í handriti ffá því um
1500 (25a) en önnur dæmi em yngri (25b):