Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 28
26
Jón G. Friðjónsson
b. hvort skal skipa mönnum að mannvirðingu eða eftir fram-
göngu? (Ljósv 83. k.)
c. Því að þú munt gjalda hveijum sem einum eftir verkum sínum
(Sálm 62, 13 (Pst518, 527))
d. eftir atvikum (FormJes lb:32 (GÞ))
Hér verður ekki hugað nánar að einstökum undirflokkum fs. eftir með
þgf. enda er mikilvægast að breytingin eftir > á eftir (þreyting 3) varð
einungis þar sem eftir vísaði til rúms og var hluti af andstæðunni eftir
- undan sem áður hefur verið rædd, þ.e.:
(43) a. eftir e-m [rúm] b. undan e-m >
c. á eftir e-m [rúm] d. á undan e-m
Ekki er ljóst hvað olli breytingunni eftir (e-m) > á eftir (e-m) (breyt-
ingu 3) en einkum virðist þrennt skipta máli í þessu samhengi. í fyrsta
lagi kann það að hafa ýtt undir breytinguna að tvímyndir forsetninga
eru algengar allt ffá elstu heimildum, annars vegar þar sem á/í er upp-
runalegt (á milli/milli, á móti/móti, á meðal/meðal) og hins vegar þar
sem einyrtar forsetningar eru auknar með á/í (hjá/í hjá, frá/í frá), sbr.
einnig samtenginguna á meðan/meðan. í öðru lagi er breytingin eftir
> á eftir algengust og trúlega elst þar sem á eftir stendur sem atviks-
orð (koma eftir > koma á eftir), þ.e. þar sem fs/ao. hefur fulla áherslu.
Slík breyting á sér fjölmargar hliðstæður, t.d. hafa e-ð frammi > hafa
e-ð íframmi. í þriðja og síðasta lagi skiptir það meginmáli að munur-
inn á forsetningunum eftir og á eftir verður merkingargreinandi, t.d.:
(44) a. Hann fór á eftir manninum (hreyfing, röð)
b. Hann fór eftir liðsauka (‘til að ná í liðsauka’)
c. Hann fór eftir ráðleggingum mínum (‘samkvæmt, í samræmi
við’)
í dæmi (44a) vísar á eftir til hreyfingar í röð og andstæðan er á und-
an. í dæmum (44b-c) er merkingin önnur og þar er ekki andstæðunni
á undan til að dreifa. Forsetningin eftir myndar vitaskuld ýmsa aðra
merkingarflokka en þá er tengjast tíma eða rúmi en slík atriði varða
ekki efni þessarar greinar.