Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 30
28
Jón G. Friðjónsson
k. þeir er fyrir sögðu óorðna hluti (íslhóm 19r:3)
l. En næsta dag fyrir þann er ... (AlexFJ, 29)
í dæmum (46a-l) merkir fyrir ‘áður en’ og það sem vísað er til er at-
burður en ekki röð. Andstæðan, þar sem henni er til að dreifa, er eftir
(45a) og hér hefur ekki orðið nein breyting, samsvarandi dæmi eru
óbreytt í nútímamáli.
Notkunardæmi um (45b) eru eftirfarandi:
(47) a. ... eða fyr hví hann vildi senda hann fyrir sig í heim þenna, af
því er hann enn kallaður fyrirrennari domini (íslhóm 6v:27)
b. Ölmusugæði og armvitki flýgur í gögnum heiminn og fer fyrir
gefandann (íslhóm 31r:3)
c. það gengur eitt fyr öll boðorð sem dominus mælti (íslhóm
81r:8)
d. Svo býð eg, minn vilji skal ganga fyrir greinir allar (FormDan
04v, Marg (GÞ))
Dæmi (47a-d) vísa til tíma, hreyfmgar og raðar, sbr. andstæðuna eft-
ir (fyrir - eftir), og hér hefur orðið breytinginfyrir > undan (breyting
2; 16. öld) > á undan (breyting 4; 11. öld) eins og þegar hefur verið
fjallað um.
Notkunardæmi um (45c) eiga það sameiginlegt með (45d) að þau
vísa til tíma og raðar en andstætt (45d) vísa þau til dvalar. Eftirfarandi
dæmi sýna þetta:
(48) a. ... Guðmundur biskup, sem fyrir þig var (Bisk II, 186)
b. eftir mig kemur maður, sá fyrir mig var (Jóh 1, 30 (OG))
c. sá sem eftir mig mun koma, sá eð fyrir mig var (Jóh 1, 27
(OG))
d. ekki hefur af veitt þeim sem hér hafa fyrir séð fyrir mig þótt
allir atburðir og útvegir hafi ... (BrGÞ 331 (1572))
e. ... hafi Nahum verið fyrir Esiam (FormNah T3v:42 (GÞ))
Dæmi (48a-e) eru sambærileg dæmum (47) að öðru leyti en því að
vísað er dvalar en ekki hreyfmgar og þar hefur orðið sams konar
breyting (fyrir > undan > á undan). í dæmum sem þessum stendur
fyrir einnig oft sem ao. en breytingamar em hinar sömu: