Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 36
34
Jón G. Friðjónsson
legar samstæður, t.d. af- á, úr - í og til -frá. Slíkar samstæður geta
einnig byggst á því sem var neínt afstöðumerking forsetninga. Sem
dæmi skal litið á eftirfarandi samstæður:
(60) a. hlaupa á eftir e-m -> [rúm] —» b. hlaupa á undan e-m
c. á undan storminum • [tími] • d. eftir storminn
Eins og sjá má getur fs. á undan hvort sem er vísað til rúms (60a) eða
tíma (60c) og fer það eftir afstöðu fsl. miðað við viðmiðun; svipuðu
máli gegnir um fs. eftir og fyrir, sbr. umfjöllun hér að framan. í sam-
stæðunni á eftir - á undan (60a-b) er fullt jafnvægi, jaíht hvað varð-
ar form sem fallstjóm (á eftir e-u - á undan e-u). í samstæðunni á
undan - eftir (60c-d) er hins vegar ójafnvægi að því er tekur til forms
og fallstjómar (á undan e-u - eftir e-ð).
Til að „leiðrétta“ þetta ójafnvægi blasa við tvær leiðir og hvor
tveggja hefúr verið reynd, ef svo má að orði komast. Annars vegar er
um að ræða breytinguna [tími] eftir e-ð > [tími] á eftir e-ð og hins veg-
ar breytinguna [tími] eftir e-ð > [tími] á eftir e-u. Fyrri breytingin er
kunn af heimildum, eins og áður var getið, sbr. (30), en hún náði ekki
fram að ganga:
(61) a. Síðan á eftir það sigldi Þórólfúr í haf (Eyrb, 8. k.; AM 308 4to
(1498) (ONP))
b. Þetta verður að koma á eftir þann hræðilega kulda hjartnanna
við þann eilífa Guð (sl7 (Gald 33))
c. meðan þú ert að tala um þetta við kónginn, svo skal eg koma
og enda þitt tal á eftir þig (1. Kon 1, 14 (Við))
d. Þetta skeði laugardag á eftir miðaftan (Send IV, 96 (1835))
e. Víða er e hljóðlaust á eftir langan hljóðstaf (HkrFrDönsk, 3
(OHR))
Síðari breytingin (eftir e-ð > á eftir e-u) er kunn úr nútímamáli en hún
er fremur fáséð og hefúr ekki öðlast viðurkenningu:
(62) a. Er líf á eftir dauðanum? (1981) (‘eftir dauðann’)
b. strax á eftir messunni (2002) (‘eftir messuna’)
c. Á eftir henni tók hann Maöku (2. Kron 11,20 (N)) (‘efltir hana’)