Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 44
42
Guðmundur Már Hansson Beck
skammstafað ONP). Þar er sýnd tvenns konar notkun orðsins
austmaður, eins og sýnt er í (la) og (2a), ásamt dæmunum í (lb-f) og
(2b-c) sem hér eru sýnd með nútímastafsetningu (ONP 1995:832
[austmaðr]):
(1) a. nordmand, (spec[ieltj) norsk kobmand (pá Island), person som
bor ost for Norge // Norwegian, (spec[ial, especially])
Norwegian merchant (in Iceland), person who lives east of
Norway
b. Um austmanna arf hér á landi. Ef austmaður deyr út hér sá er
hér á engi frænda, þá á félagi hans að taka arf (Grágás
1852:197)
c. bjóðum vér yður að þér hafið lokið austmönnum skuldir sínar
að Olafs messu íyrri á hverju sumri (íslenzkt fornbréfasafn
2:648)
d. Snorri Sturluson var út sendur að friða íyrir austmönnum
(Hákonar saga Hákonarsonar, Det Arnamagnœanske Haand-
skrift 1910:348)
e. Austmenn þessir voru óeirðarmenn miklir í Noregi og höfðu átt
þar óvært (Gísla saga, sbr. ÍF 6:26)
f. Skulu austmenn sekjast svo sem þeir er í Noregskonungs ríki
búa ef þeir skjóta í Noregskonungs ríki eða fella þar (Landslög,
Norges gamle Love 2:143—44)
(2) a. cogn. [tilnavn/by-name, nickname]
b. Eyvindur var því kallaður austmaður að hann kom austan af
Svíaríki vestur um haf (Hauksbók Landnámu, sbr. ÍF 1:249)
c. á öðru skipi bjóst Ambjöm austmaður og norrænir menn með
honum (Grænlendinga þáttur, sbr. ÍF 4:275)
Hér er aðalmerking orðsins austmaður gefin sem ‘Norðmaður’ en
aukamerkingar em ‘norskur kaupmaður (á íslandi)’ og ‘maður sem
býr austan við Noreg’. Hér verður leitast við að sýna fram á að þessi
aðalmerking sem ONP og fleiri orðabækur gefa umræddu orði fái vart
staðist heldur sé íyrst og fremst um starfsheiti að ræða. Nærtækast er
að líta fyrst á þau dæmi sem orðabókin vísar til.