Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 45
„Nú mun ek flytja austmenn mína til skips í dag ... “ 43
2. Starfsheiti í stað uppruna
2.1 Starfsheiti
Fyrsta dæmið sem vísað er til í ONP (lb) er úr Konungsbók Grágásar,
GKS 1157 fol., en það er talið ritað um miðja 13. öld (Gunnar
Karlsson o.fl. 2001:xii-xvi). Þar segir svo í erfðaþætti hinna íslensku
þjóðveldislaga (Grágás 1852:197-198; stafsetning samræmd hér til
nútímahorfs með leturbreytingum):2
(3) Um austmanna arf hér á landi.
Ef austmaður deyr út hér sá er hér á engi frænda, þá á félagi
hans að taka arf ef þeir gerðu það félag að sá lagði allt sitt fé til
er óauðgari var, það er hann hafði í þeirri for. Ef eigi er sá til,
þá á mötunautur sá er oftast átti mat við hann. Skipta skulu þeir
með sér ef þeir áttu allir jafnoft. Ef engi er þeirra til, þá á skips
drottinn. Ef þeir eru fleiri til, þá skulu þeir skipta með sér svo
sem þeir áttu í skipi. Ef hinn andaði átti einn skip og engi félaga
né mötunaut, þá á goði sá er sá maður er í þingi með er land það
á er þeir verða landfastir. Ef austmaður andast í vist, þá á bú-
andi sá er honum veitti vist ef eigi er félagi til. En þótt hann
andist á för áður hann kjömur til skips, þá skal jafnt sem hann
andist í vist. Ef sá átti bú hinn frændlausi, þá á goði sá er hann
var í þingi með. Ef hann er hvergi í þingi, þá á goði sá er sá er í
þingi með er land á þar er hinn bjó eða sat búðsetu. Ef sá maður
ræður eða gerir fjörlaust hinum útlenda er nú er áður til erfðar
taliður, þá skal sá arf taka og bætur er næstur er til talður eftir.
Ef austmaður andast í för þeirri er hann fer til vistar, og er það
sem hann andist að skipi. Ef goði sá er til arftöku er talður vegur
hinn útlenda, þá eigu arf og bætur samþingis goðar hans. Ef
síðar koma út erfmgjar, þeir er sé af danskri tungu, þá eigu þeir
að taka arf og bætur ef þær eru vaxtalausar.
Lögbókin segir hér skýrt til um það hver austmaðurinn er. Hann
er maður sem tilheyrir ákveðinni skipshöfn, ‘skipverji’, ‘farmaður’.
2 Hér og eftirleiðis er orðið austmaður auðkennt með feitletri í textatilvitnunum.