Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 46
44
Guðmundur Már Hansson Beck
Lögin gera ráð fyrir að austmaðurinn geti verið hvort sem er innlend-
ur eða útlendur, sbr. orðalagið „Ef sá átti bú hinn frændlausi, þá á goði
sá er hann var í þingi með...“. Aðeins var siglt aðra leiðina yfír hafið
á hverju sumri og því átti austmaðurinn vegna starfa síns ekki fastan
þegnrétt (ef til vill hvorki hérlendis né erlendis) og því er sett sérstakt
ákvæði til að vemda réttindi hans og skipsfélaga hans. Hér er ekki
minnst á þjóðemi utan erfmgja „af danskri tungu“ sem em þá frá
Norðurlöndum. Ákvæði þessi em sennilega gömul þegar Konungsbók
Grágásar er rituð því að í Staðarhólsbók Grágásar, AM 334 fol., sem
talin er nokkm yngri, líklega rituð um 1270 (Gunnar Karlsson o.fl.
2001:xii-xvi), er örlítið breytt orðalag. Þar hefst greinin svo (Grágás
2001:54):
(4) Um erfðir útlendra manna. Ef sá maður andast út hér ...
í Staðarhólsbók er greinin um erfðir lengri og á eftir kaflanum um
erfðir farmannanna kemur ákvæði um erfðir útlendinga eftir þjóðemi.
Þar segir svo (Grágás 2001:55-56):
(5) Norrænir menn og danskir og sænskir eigu hér arf að taka eftir
frændur sína þriðjabræðra og nánari, en að ffændsemi af öllum
öðmm tungum en danskri tungu skal engi maður hér arf taka
nema faðir eða sonur eða bróðir, og því að einu þeir, ef þeir höfðu
kennst hér áður svo að menn vissu deili á því. [...] Nú andast
enskir menn hér, eða þeir er hingað em enn ókunnari, og er eigi
skylt að selja þeim, nema hér hafi verið fyrr sonur eða faðir eða
bróðir þeirra, og kannast þeir þá við.
Hér em í sömu grein erfðaþáttar og fjallað er um farmennina ákvæði
um erfðir eftir þjóðemi. Þessar tilvitnuðu greinar þjóðveldislaganna
taka af öll tvímæli um það að orðið austmaður er þar ekki þjóðarheiti
heldur starfsheiti þeirra sem stunda siglingar milli landa. Seint á
þjóðveldisöld hefur orðið því merkt ‘farmaður’ eða ‘skipverji’.
í ONP er líka tekið dæmi (1 f) úr landsleigubálki hinna norsku
Landslaga Magnúsar konungs Hákonarsonar lagabætis (sem ríkti
1263-80) þar sem fjallað er um réttindi til elgsveiða (Norges gamle
Love 2:143—44; stafsetning samræmd hér):