Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 50
48
Guðmundur Már Hansson Beck
Þessir austmenn, sem hétu Þórir og Þórarinn, eru í sögunni sagðir
„víkverskir at kyni“ og er það algengt orðalag þegar sagt er frá
uppruna manna í íslendingasögum. Þeir félagar eru ýmist nefhdir
stýrimenn, kaupmenn eða austmenn. Hér eru sem sagt norskir
kaupmenn nefndir austmenn sem er augljóslega starfsheiti þeirra. Vart
hefði nokkur íslendingasagnahöfundur skrifað *Norðmenn þessir
voru óeirðarmenn miklir í Noregi eða *íslendingar þessir voru
óeirðarmenn miklir á íslandi. Hér þyrfti að minnsta kosti að skjóta inn
orðinu heima til að setningin yrði eðlileg. Því er þetta eitt þeirra dæma
sem gefa vísbendingar um að austmaður merki ekki ‘Norðmaður’.
Flest dæmin um austmennina í samtíðarsögum eru í Sturlungu og
sögunum af Guðmundi byskupi góða og virðast þau flest falla vel að
merkingunni ‘kaupmaður’. Stundum er sagt ffá þessum farmönnum
eins og um heimamenn væri að ræða sem lesandinn eigi að kannast
við.
(12)a. Þeir frændr, Þórðr ok Sturla, fundust við skip, ok fór þá skipu-
liga með þeim, átu ok drukku báðir samt. Tók sinn Austmann
hvárr þeira. Fór í Hvamm Bárðr garðabijótr, sonr Þorsteins
kúgaðs, en Bárðr trébót fór til Sturlu (Sturlunga saga 2:140)
b. Þar váru á vist Austmenn tveir með Þórði ok váru bræðr. Hét
annarr Sörli ok annarr Þorkell. Þeir váru synir Handar-Bassa
(Sturlunga saga 1:340)
Hér er sagt ffá þeim feðrum austmannanna, Þorsteini og Bassa, eins
og þeir séu heimamenn sem allir eigi að kannast við. Hitt er þó raunar
líklegra að þeir hafí einnig stundað farmennsku eins og synimir og
verið þekkt nöfh í sinni samtíð (sjá fleiri dæmi hjá Guðmundi M.H.
Beck 2005:27-29). Annars er orðið austmaður notað í þessum sögum
um einstaka farmenn (kaupmenn), heilar skipshafnir, skipseigendur,
stýrimenn og sem viðumefhi. Sturla Þórðarson (d. 1284) notar orðin
Noregsmenn og Noregshöfðingjar en ekki austmenn um þarlenda
valdsmenn þegar hann segir frá hinni fýrirhuguðu herför gegn
íslendingum (sbr. dæmi 9) (Sturlunga saga 2:83-85). Á þessum tíma
var varla um eiginleg þjóðarheiti að ræða þar sem fólkið var „einnar
tungu“. Dönsk tunga var sameiginleg tunga á Norðurlöndum og íbúar