Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 53
„Nú mun ek Jlytja austmenn mína til skips í dag ... “ 51
Fleiri dæmi mætti nefna þar sem víkingar eru einnig nefndir austmenn,
s.s. Hrafn austmann Ingimundar gamla og Geirmund gný, tengdason
Oláfs pá, en Geirmundur var sagður „víkingr mikill" (ÍF 8:47 og 5:77).
Enn algengara er að stýrimenn á skipum og heilar skipshafnir séu
nefndar austmenn og væri slíkt tæplega svo almennt ef um einkenni
þegnréttar og uppruna væri að ræða. Nefna má og hið algenga orða-
lag, austmenn vistuðusk eða austmenn váru á vist. Það má vera sér-
kennilegt orðalag að endurtaka sí og æ að Norðmenn hafi vistast eða
verið á vist þegar vitað er að íslendingar höfðu á þjóðveldistímanum
samskipti við mörg lönd í Norðurálfu og það varð ekki gert nema taka
sér far með austmönnum af ýmsu þjóðemi. Eðlilegra er því að gera ráð
fyrir að hér sé um starfsheiti að ræða eins og næstu dæmi gefa skýrar
vísbendingar um.
2.4 Farmaðurinn
A nokkrum stöðum í fomsögum er orðið austmaður notað með
eignarfomafni, sbr. heiti þessarar greinar. Þessi dæmi koma fyrir í
Eyrbyggju (16a), Egils sögu (16b), Njálu (16c), Þorsteins þætti Síðu-
Hallssonar (16d), Svarfdælu (sem talin er nokkuð ung) (16e),
Vatnsdælu (16f) og í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (16g):
(16)a. þar vám ok í ferð austmenn Steinþórs tveir ... (IF4:125)
b. ... með Þorsteini fór austmaðr hans ok húskarlar hans tveir
(ÍF 2:290)
c. Egill bað Austmenn sína fara (1F 12:154)
d. Ok er Þorsteinn var heiman farinn, varð varr við ætlan hans
Austmaðr hans einn, er á vist var með honum (IF 11:317
nmgr.)
e. Nú mun ek flytja austmenn mína til skips í dag, ... (IF 9:190)
f. Með honum vám brœðr hans allir ok Austmaðr hans. [...]
Stórilla hefir nú tekizk, er Austmaðrinn minn hefir týnzk, en
þat mun bóta, at endask mun fé Þórólfs at bœta hann, ... (ÍF
8:73, 75)
g. Hafði hann [Þorleifur í Görðum] þar handboga ok Jósteinn
glenna, Austmaðr hans (Sturlunga saga 2:298)