Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 55
„Nú mun ek flytja austmenn mína til skips í dag ... “ 53
2.5 Viðurnefnið
Eitt er það enn sem einkennir írásagnir af austmönnum á fomum bókum
en það er hversu margir bera það heiti sem viðumeíhi. Þar má neína
Hrafn austmann í Vatnsdælu, Arnbjörn austmann í Grænlendinga þætti,
Véstein austmann Végeirsson í Gísla sögu, Má austmann og Þóri aust-
mann í Fóstbræðra sögu, Þorgrím austmann í Njálu, Örn austmann í
Kjalnesinga sögu (sem einnig bar viðumefnið stýrimaður), Arnþór aust-
mann í Þorláks sögu byskups og hinn ffæga Gunnar austmann sem
einnig fékk viðumefnið Þiðrandabani í samnefndum þætti. Sumir þess-
ara manna hafa komið frá Noregi, m.a. Hrafn austmaður. Hann kemur,
ef marka má ffásögn Landnámu, sem stýrimaður þess skips er Haraldur
konungur gaf Ingimundi gamla. í Vatnsdælu er hann nefndur víkingur
og stýrimaður þess skips er norrœnir menn áttu (IF 8:47). Þess er varla
að vænta að stýrimaður Ingimundar gamla, sem var nýfluttur ffá Noregi,
fái viðumefnið ‘Norðmaður’ þótt hann hafi komið til íslands ffá því
sama landi. Samkvæmt lauslegri könnun em u.þ.b. 180 af 400 land-
námsmönnum sem nefhdir em í Landnámabók sagðir koma ffá Noregi
og því væri mjög sérkennilegt ef svo margir menn í íslendingasögum
fengju viðumefnið ‘Norðmaður’. Það virðist miklu algengara á íslandi
að menn séu kenndir við þjóðemi sitt ef það sker sig ffá hinu venjulega.
Þar má til marks hafa áðumefndan Þorbjöm Grœnlending, Una danska,
Tyrkja suðurmann, Álfgeir Suðureying og Jón sænska Matthíasson,
prentara á Hólum.
Tveir austmenn em í ONP teknir sem dæmi um þá sem bera heitið
sem viðumefhi. Annar þeirra er Ambjöm austmaður sem nefndur er í
Grænlendinga þætti en þar segir frá því er Einar Sokkason höfðingja-
sonur af Grænlandi er að leggja af stað heim frá Noregi með nývígðan
biskup (ÍF 4:275):
(17) Síðan fóm þeir á einu skipi, byskup ok Einarr; á pðm skipi
bjósk Ambjpm austmaðr ok norrœnir menn með honum ok
vildu ok fara út til Grœnlands
Hér sýnist vera norskur skipseigandi og kaupmaður að leggja á stað úr
heimalandi sínu í verslunarferð til Grænlands og verður lýsingin varla